Ný menntastefna er höfð til grundvallar og grunnþættir menntunar eru hafðir að leiðarljósi. Unnið verður með alla þætti íslenskunnar þar sem bókmenntir verða hafðar að leiðarljósi. Nemendur fá tækifæri til að nema í gegnum bókmenntir og vinna með þær á fjölbreyttan hátt. Áhersla er á að nemendur bæti orðaforða sinn í ræðu og/eða riti, efli sjálfstraust sitt og trú á eigin málfræðinotkun í máli og/eða riti. Einnig að nemendur auki les- og/eða hlustunarskilning sinn og æfist í að skilgreina hugtök sem koma fram í texta. Notast verður við umræður, ígrundun og þjálfun nemenda í að tjá skoðanir sínar í gegnum uppbyggilegar samræður. Notast verður við aldursmiðaðar bókmenntir, sjálfshjálparbækur, íslenska tónlist og fjölbreytt verkefni. Megin áhersla verður á að nemendur viðhaldi og byggi ofan á þann grunn sem þeir búa nú þegar að.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Aldursmiðuðum bókmenntum
Uppbyggingu bóka
Mikilvægi lestrar/hlustunar sem nýtist í daglegu lífi
Að íslenskukennsla er fjölbreytt og áhugamiðuð
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Nýta sér og/eða tileinka sér nýjan orðaforða
Lesa og/eða hlusta á mismunandi texta sér til gagns og gleði
Tjá skoðanir sínar
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Nýta sér bókmenntir í daglegu lífi til gagns og/eða gleði í hvaða formi sem er, t.d. ritaðar bækur, hljóðbækur og rafbækur
Spyrja spurninga og hlusta á sjónarmið annarra af víðsýni
Láta skoðanir sínar í ljós
Að auka sjálfstraust í ræðu og/eða riti
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá