Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1457453268.07

    Sveiflufræði og skákast
    EÐLI3SH05
    33
    eðlisfræði
    Sveiflufræði og hringhreyfing
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í þessum áfanga er farið yfir grunnþætti í tengslum við skákast, sveifluhreyfingar, ljósgeislafræði, þrýsting, gaslögmál og varmafræði. Áhersla verður á skilning nemandans á efninu og geta tengt það við raunveruleg vandamál.
    EÐLI2KA05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hreyfingu og hröðun hluta í skákasti
    • hegðun ljóss
    • einfaldar sveiflu- og bylgjuhreyfingar
    • þrýstingi í vökva og gasi
    • gaslögmálinu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • reikna hreyfingu hluta í fleti, t.d. skáköst
    • reikna hreyfingu lóðs í gormi
    • reikna út brotstuðla og stefubreytingar fyrir ljos
    • reikna út þrýsting í vökva og gasi
    • reikna út eiginleika gas með gaslögmálinu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • sýna sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum
    • bera ábyrgð á eigin námsframvindu
    • vinna í hóp til þess að leysa raunveruleg vandamál með eðlisfræði
    Leiðsagnarmat. Fjölbreytt verkefni metin jafnt og þétt yfir önnina. Áhersla á umsagnir sem leiða nemandann áfram. Engin skrifleg lokapróf.