Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1457701954.92

    Félagsvísindi í kvikmyndum
    FÉLV2FK05
    1
    félagsvísindi
    Félagsvísindi í kvikmyndum
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Nemendur kynna sér hvernig viðfangsefni félagsfræði, sálfræði og uppeldisfræði birtast í kvikmyndum. Annars vegar verða skoðaðar leiknar kvikmyndir, sem fjalla um viðfangsefni félagsvísinda og sýna þær fagstéttir sem starfa innan félagsvísinda. Hins vegar verða skoðaðar heimildamyndir, sem fjalla um þekktar rannsóknir í félagsvísindum og/eða mikilvæga atburði í sögu þeirra. Nemendur setja efni kvikmyndanna í fræðilegt samhengi og greina þær út frá þekkingu sinni á efninu.
    Nemandi þarf að hafa lokið áföngunum FÉLV2IF05, FÉLA3SH05 og SÁLF2NS05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Því hvernig félagsvísindi birtast á sjónvarpsskjánum, bæði í leiknu efni og fræðsluefni.
    • Að hvaða leyti sú mynd sem dregin er upp í sjónvarpi af félagsvísindum er raunsönn.
    • Því hvernig nota má sjónvarpsefni til að varpa ljósi á viðfangsefni félagsvísindanna.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Beita þeirri þekkingu sem hann hefur á félagsvísindum til tala og skrifa um kvikmyndir.
    • Skoða kvikmyndir í ljósi félagsvísinda.
    • Miðla þekkingu sinni á birtingarmynd félagsvísinda í kvikmyndum í ræðu og riti.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Afla sér frekari þekkingar á viðfangsefni áfangans.
    • Rökræða við samnemendur um viðfangsefni áfangans.
    • Sýna frumkvæði í verkefnavinnu áfangans.
    • Leysa af hendi fjölbreytt verkefni í samvinnu við samnemendur.
    • Rökstyðja skoðanir sínar en taka um leið tillit til sjónarmiða annarra.
    Fer fram í formi verkefnavinnu, þátttöku í kennslustundum og kannanna úr efninu.