Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1457785948.35

    Fjölskylda,einstaklingur og samfélag
    FSFÞ1FF05
    2
    fjölskyldan og félagsleg þjónusta
    fes
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Í þessum áfanga verður fjallað um einstaklinginn, fjölskylduna og samfélagið. Eitt af markmiðunum er að nemandi öðlist sjálfsskilning og vinni með sitt eigið sjálf. Lögð verður áhersla á sjálfsskoðun þar sem unnið verður með styrkleika nemandans, sjálfsmynd, tilfinningar, gildismat, lífsstíl og framtíðarsýn. Unnið verður markvisst að því að styrkja stöðu nemandans í skólanum með því þjálfa tjáningarhæfni, kenna honum að setja sér markmið og að nýta sér námstækniaðferðir. Farið verður yfir fjármálalæsi og stöðu fólks á vinnumarkaði. Fjallað verður um fjölskylduna, ólíkar fjölskyldugerðir, hlutverk fjölskyldna í samfélaginu og hlutverk og skyldur samfélagsins, sveitarfélaga og ríkis við fjölskyldur. Fjallað verður um mikilvægi þess að vera borgari með réttindi, ábyrgð og skyldur gagnvart sjálfum sér og samfélaginu.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • gildi sjálfsþekkingar.
    • sjálfum sér og styrkleikum sínum. • mismunandi hugmyndum um lífsgildi
    • mikilvægi þess að temja sér öguð og vönduð vinnubrögð í skólanum.
    • að tjá skoðanir og eiga gjöful samskipti við annað fólk.
    • fjármálalæsi og stöðu fólks á vinnumarkaðinum.
    • almennri þjónustu samfélagsins við einstaklinga og fjölskyldur.
    • ólíkum fjölskyldugerðum og fjölskylduaðstæðum.
    • helstu lögum og reglum sem lúta að réttindum einstaklinga og fjölskyldna.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna með eigin styrkleika.
    • setja sér námsmarkmið.
    • nota ákveðnar námstækniaðferðir.
    • vinna með eigin fjármál.
    • nýta sér þekkingu sína á sjálfum sér og grenndarsamfélaginu við að setja sér markmið til að auka öryggi sitt, skilning og þátttöku.
    • skilja mismunandi hlutverk einstaklinga innan fjölskyldunnar.
    • beita þekkingu sinni á samfélaginu við lausn ýmissa verkefna.
    • finna viðeigandi upplýsingar sem hann getur nýtt sér til framdráttar fyrir sjálfan sig og aðra.
    • tjá sig og vinna með aðferðum nútímatækni í upplýsingamiðlun.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • greina eigin getu og beita styrkleikum sínum til að verða hæfari við að lesa í aðra og geta veitt góða þjónusta hverju sinni.
    • bæta námsgetu sína með því nýta sér viðeigandi námstækniaðferðir.
    • halda utan um og skipuleggja sín eigin fjármál og annarra.
    • skilja stöðu einstaklinga í því samfélagi sem þeir búa í.
    • nýta upplýsingaöflun við að auka þekkingu sína á almennri þjónustu samfélagsins við einstaklinga og fjölskyldur sem metið er með skriflegum verkefnum.
    • vinna úr upplýsingaöflun til lausnar eigin viðfangsefna og annarra sem metið er með leiðarbók sem sýnir þátttöku og framfarir.
    • mæta ólíkum fjölskyldugerðum.
    • leita raunhæfra leiða við lausn á lífsverkefnum fyrir einstaklinga og fjölskyldur sem metið er með einstaklings- og hópverkefnum.
    • skilgreina lausnarefni og leita upplýsinga um þjónustu eða lagaleg réttindi til hagsbóta fyrir sjálfan sig eða aðra sem metið er með dagbókarfærslum.
    • vinna með og miðla þekkingu sinni á lýðræði og hlutverki helstu stofnana samfélagsins sem metið er með einstaklings- og hópverkefnum.
    Leitarnám, vettvangsnám, ferðalög, hópavinna, umræður, fyrirlestrar kennara og nemenda. Gestafyrirlesarar. Netið notað við námið. Ferilmappa, leiðarbók/dagbók . Verkefnavinna. Ástundun, frumkvæði, þátttaka og framfarir.