Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1458313426.7

    Siðfræði heilbrigðisstétta
    SIÐF2SÁ05(AV)
    2
    siðfræði
    heilbrigðisþjónusta, samskipti, álitamál
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    AV
    Í þessum áfanga er lögð áhersla á hugmyndafræði og gildi sem liggja samskiptum fagfólks til grundvallar. Fjallað verður lítillega um helstu kenningar í sögu siðfræðinnar og farið verður í ákveðin grunnhugtök úr siðfræði heilbrigðisþjónustunnar t.d. sjálfræði, velferð, faglegt forræði, skyldur fagfólks og réttindi skjólstæðinga. Áhersla er lögð á siðfræði heilbrigðisþjónustu og samskipti skjólstæðinga og heilbrigðisstétta. Siðareglur þessara fagstétta skoðaðar sem og álitamál siðfræðinnar. Áhersla á að tengja námsefnið reynsluheimi nemanda og auka víðsýni hans og rökhugsun.
    engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • þeim gildum sem liggja mannlegri breytni til grundvallar
    • helstu hugtökum, markmiðum og aðferðum siðfræðinnar
    • helstu skyldum fagfólks og réttindum skjólstæðinga
    • skilyrðum siðferðislegs sjálfræðis og réttmæti faglegs forræðis
    • forsendum réttlátrar heilbrigðisþjónustu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita siðferðilegum hugtökum á markvissan hátt í ræðu og riti
    • skoða siðferðileg álitamál út frá fleiri en einu sjónarhorni bæði í ræðu og riti
    • greina og leysa úr siðferðisvanda
    • greina frá helstu fræðihugmyndum í heilbrigðisþjónustu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • heimfæra þær fræðihugmyndir og hugtök sem fjallað var um í áfanganum yfir á einstök dæmi úr raunveruleikanum
    • rökstyðja hin ýmsu sjónarmið á siðferðilegum álitamálum
    • tengja fræðihugmyndir sem fjallað er um í áfanganum við daglegt líf
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.