Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1459761769.73

    Stærðfræði daglegs lífs og fjármálalæsi
    STÆR2SD05
    149
    stærðfræði
    Stærðfræði í daglega lífinu
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum er lögð áhersla á að gera nemendur læsa á þá þætti fjármála sem snerta hinn almenna borgara og veita nemendum grunn í stærðfræði daglegs lífs. Markmiðið er að gera nemendur kleift að taka upplýstar og ábyrgar ákvarðanir í eigin fjármálum. Fjallað verður um bankaviðskipti, sparnað, lán, notkun greiðslukorta og fleira sem snertir skuldbindingar einstaklinga. Rekstur heimilis og bíls og farið verður yfir þætti tengda launaseðli. Stærðfræði verður tengd við daglegt líf og verður lögð áhersla á prósentureikning, vaxtareining, rúmfræði og stærðfræði í leikjum.
    B eða hærra í stærðfræði úr grunnskóla eða STÆR1GR05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • einföldum fjármálum daglegs lífs og hlutverki peninga
    • lestri launaseðla
    • tilgangi skatta og annars frádráttar frá launum
    • lánum, sparnaði, greiðslukortum, vöxtum, gengi, verðbótum o.fl.
    • rekstri heimilis og bifreiðar
    • prósentu- og vaxtareikningi
    • rúmfræði
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • reikna gróflega útborgun launa eftir skatt
    • gera sér grein fyrir daglegum kostnaði, t.d. fæði, húnsæði og rekstur bíls
    • að setja sér markmið í fjármálum og skoða hvernig tekst að ná þeim
    • reikna vexti og afslátt
    • leysa rúmfræðileg vandamál
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • geta lesið, greint og fjallað um fjárhagslega þætti sem skipta máli fyrir einstaklinga
    • skilja tilgang skatta og gjalda
    • skilja samhengi tekna og útgjalda
    • gera sér grein fyrir samhengi eigin fjárhags og neyslumynsturs
    • lesa í og greina fjármálatilboð sem beinast að einstaklingum og heimilum
    • tengja stærðfræðihugtök, vinnuferli og aðferðir við daglegt líf
    Leiðsagnarmat