Í þessum áfanga verður kennd útivist þ.e. fjallað um útbúnað á fjöllum, rötun og umgengni um náttúruna. Farið verður í fimm fjallgöngur. Þrjár göngur verða seinnipart föstudags og tvær lengri göngur verða farnar á laugardegi.
HEIL1ÞH03 og HEIL1HL03
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
klæðnaði sem hentar til útivistar í íslensku veðri
öryggisatriðum í sambandi við fjallgöngur
gönguleiðum á nokkur fjöll í nágrenni skólans
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
glíma við útiveru við mismunandi veðuraðstæður
takast á við aðstæður sem reyna á lofthræðslu
vinna saman í hópi, vera hvetjandi og sýna tillitsemi gagnvart öðrum göngufélögum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
meta eigið þol og styrk með tilliti til fjallgangna
nota fjallgöngur sér til ánægju og heilsubótar
taka þátt í fjallgöngum og útivist við kerfjandi aðstæður og misjafnt veður
útbúa sig varðandi nesti, klæðnað og útbúnað fyrir dagsferðir á fjöllum
Námsmat byggist á verkefni sem nemendur skila og einnig er frammistaða í gönguferðum metin.