Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1460026436.4

    Námstækni og hvatning
    NÁMI1NS01(02)
    1
    Námstækni og samskipti
    NÁMI
    Samþykkt af skóla
    1
    1
    02
    Í áfanganum er áhersla lögð á mikilvægi vinnulags í námi og í því sambandi fjallað um námstækni og skipulag varðandi markmið í námi. Nemendur vinna að gerð bæði langtíma- og skammtímamarkmiða. Fjallað verður um sjálfsmynd og mikilvægi sjálfsþekkingar. Áhersla er lögð á fræðslu um heilbrigðan lífsstíl, námsörðugleika og þrautseigju. Fjallað verður sérstaklega um ýmsar raskanir, s.s. leshamlanir og athyglisvanda sem geta haft áhrif á nám og sjálfsmynd.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Góðum vinnubrögðum og mikilvægi námstækni og markmiðssetninga
    • Tengslum sjálfsþekkingar og náms- og starfsvals
    • Eigin styrkleikum og veikleikum
    • Áhrifaþáttum sjálfsmyndar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Rýna í eigin sjálfsmynd og meta eigin stöðu
    • Beiti árangursríkum vinnubrögðum í námi og setja sér raunhæf markmið
    • Taka ábyrgð á sjálfum sér í námi
    • Nýta styrkleika sína í námi
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Greina og meta sjálfan sig á raunhæfan hátt og setja sér markmið með tilliti til áhugasviðs, styrkleika og veikleika
    • Nýta hagnýtar aðferðir til að vinna gegn truflandi einkennum eigin raskana (ef við á)
    • Nota árangursríka námstækni, stjórna einbeitingu, beita mismunandi minnisaðferðum, skipuleggja og undirbúa próflestur, glósutækni, lestrartækni og tímastjórnun
    • Bæta ákvarðanatöku í daglegu lífi
    • Leita sér upplýsinga er snerta hans daglega líf
    • Ljúka skilgreindu námi
    Símatsáfangi þar sem metin er vinna í verkefnum, virkni og þátttaka nemenda í kennslustundum og mæting. Ekki er gefin einkunn heldur „staðið“, „ekki staðið.