Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1460026825.11

    Námstækni og hvatning
    NÁMI1NS01(01)
    None
    Námstækni og samskipti
    NÁMI
    í vinnslu
    1
    1
    01
    Meginefni áfangans er námstækni, sjálfsstyrking og einstaklingsmiðuð hvatning. Helstu efnisþættir eru fjölmargar hliðar námstækni eins og tímaskipulag, glósu- og lestrartækni. Mikilvægi þess að vera meðvitaður um eigin heilsu og þá stjórn sem haft er á eigin heilsu og velgengni. Aðal áhersla áfangans er mikið utanumhald kennara, einstaklingsmiðuð þjónusta gagnvart nemendum og mynda stuðningshóp fyrir nemendur í brottfallshættu. Ásamt þjálfun nemenda í að taka alhliða ábyrgð á sjálfum sér í námi og daglegu lífi.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Námstækni sem tæki til að ná árangri í námi og starfi.
    • Markmiðssetningu.
    • Heilsufari í víðum skilningi, eins og næringu, hreyfingu, andlegri líðan, hugarfari og svefni. Hvernig heilsufar tengist sjálfsmynd og gengi í daglegu lífi.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Beita góðri námstækni.
    • Setja sér markmið.
    • Taka ábyrgð á sjálfum sér í námi og daglegu lífi.
    • Þekkja eigin styrkleika og veikleika.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Hafa sjálfstraust í verkefnum daglegs lífs.
    • Skipuleggja eigin tíma.
    • Ná eigin markmiðum í lífinu.
    • Ljúka skilgreindu námi.
    Símatsáfangi þar sem metin er vinna í verkefnum, virkni og þátttaka nemenda í kennslustundum og mæting. Ekki er gefin einkunn heldur „staðið“, „ekki staðið.