Í áfanganum er lögð áhersla á að tvinna öfluga hugmynda og nýsköpunarvinnu saman við verklega útfærslu á eigin verkefnum. Nemendum er kynnt almennt málmsmíðaverkstæði, hvað það inniheldur sem og helstu umgengis og öryggisreglur. Þá er farið yfir og kennd meðferð og notkun helstu handverkfæra og einföldustu tækja til smíða, svo og algeng mælitæki sem notuð eru í málmiðnaði. Kennd eru undirstöðuatriði í lestri vinnuteikninga. Unnið að verkefnum þar sem fyrir kemur að lesa teikningar, mæla, merkja, saga, sverfa, bora, snitta, slípa, o.s.frv. sem og notkun handbóka og tafla. Nemendur öðlast þekkingu á vinnsluhætti rennibekkja, borvéla og fræsivéla og hafi fullkomið vald á öryggismálum og umhirðu þessara spóntökuvéla sem og annarra tækja, véla og verkfæra sem unnið er með. Nemendur öðlist nægilega færni til að leysa einföld verkefni í rennibekk innan 0,1 mm málvika. Farið er yfir grunnþætti í þunnplötusmíði, helstu verkfæri og vélar þannig að nemandinn geti smíðað einfalda hluti. Samhliða kennslunni fer fram fræðsla um slysahættu og öryggisþætti á vinnustað.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Helstu málmtegundum sem notaðar eru við hin ýmsu verkefni
Kostum og göllum hinna ýmsu málmtegunda
Algengum samsetningum
Undirstöðuatriðum í teikningalestri
Getu og takmörkum mismunandi tækjabúnaðar með tilliti til efnisvals
Þeirri slysahættu og öryggismálum sem þarf að hafa í huga
Aðferðum sem hafa að markmiði að bæta nýtingu hráefna, sem og förgun úrgangs
Helstu möguleikum málmsmíði til nýsköpunar
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Greina kosti og galla mismunandi samsetningaraðferða
Skipuleggja og framkvæma eigin hugmyndir
Lesa einfaldar teikningar
Bera ábyrgð á efnisvali
Velja viðeigandi verkfæri og tækjabúnað með tilliti til framkvæmdarinnar
Sýna frumkvæði og nýta skapandi nálgun í mótun hugmynda sinna
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Geta komið hugmynd sinni á það form að mögulegt sé að framleiða hana, teikningar, efnisval og annað sem hefur áhrif sé sett upp á skipulegan og aðgengilegan máta
Greina orsakir galla sem fram koma í framkvæmd og mæla fyrir um aðgerðir til
Geta greint hvort tilskyldum reglum sé fylgt eftir varðandi öryggismál
Geta þróað viðskiptahugmyndir í tengslum við afurð sína
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.