Lífsleikni með áherslu á jafnrétti í víðu samhengi
LÍFS1JR02
70
lífsleikni
Jafnrétti
Samþykkt af skóla
1
2
Ný menntastefna er höfð til grundvallar og grunnþættir menntunar eru hafðir að leiðarljósi. Áhersla er á jafnréttishugtakið í þeim tilgangi að leitast við að greina þær aðstæður sem leiða til mismununar og forréttinda. Hugtök sem koma fyrir eru til dæmis aldur, búseta, kyn, kynhneigð, menning, trúarbrögð, lífsskoðanir, menntun, minnihlutahópar og litarháttur.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Jafnréttishugtakinu
Að allir hafa hæfileika og þroskamöguleika
Mismunandi samskiptareglum
Fjölbreytileika
Minnihlutahópum
Mikilvægi þess að eiga möguleika á því að velja
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Nýta sér gagnrýna hugsun
Virða eigin skoðanir og annarra
Átta sig á fjölbreytileika samfélagsins og mismunandi menningarheimum
Taka þátt í umræðum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Skilja þá hugsun sem felst í hugtakinu lýðræði
Spyrja spurninga og hlusta á sjónarmið annarra af víðsýni
Átta sig á tengingu á milli réttinda og skyldna
Skilja þá hugsun sem felst í hugtakinu mannréttindi
Láta skoðanir sínar í ljós
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá