Lífsleikni með áherslu á sjálfbærni í víðu samhengi
LÍFS1SB02
69
lífsleikni
Sjálfbærni í víðu samhengi
Samþykkt af skóla
1
2
Ný menntastefna er höfð til grundvallar og grunnþættir menntunar eru hafðir að leiðarljósi. Áhersla er á sjálfbærni og undirbúning fyrir fullorðinsárin. Farið verður yfir fjölbreytta sýn á aðstæður og umhverfi ungs fólks í dag og hvernig hugtakið sjálfbærni kemur fyrir í daglegu lífi. Áhersla er á að námið verði sjálfbært í þeirri merkingu að það eigi eftir að nýtast nemendum í framtíðinni og færa þá nær raunveruleika lífsins í gegnum fræðslu og umfjöllun/upplifun.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Hugtakinu sjálfbærni
Hugtökum sem snerta umhverfismál og umhverfisvitund
Að sérstaða manna meðal lífvera er margvísleg
Fjölbreytileika lífs
Mismunandi samskiptareglum
Mikilvægi tjáningar og hlustunar
Ýmsum aldurs- og áhugamiðuðum hugtökum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Skoða eigin neysluvenjur og áhrif þeirra á eigin velferð og umhverfi
Nálgast viðfangsefni á fjölbreyttan hátt
Átta sig á fjölbreytileika samfélagsins og mismunandi menningarheimum
Taka þátt í umræðum
Afla sér upplýsinga um lýðheilsu
Nýta sér reynslu annarra til að takast á við sambærilegar aðstæður
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Skilja þá hugsun sem felst í hugtakinu sjálfbærni
Virða fjölbreytileika náttúru, umhverfis og fólks
Þekkja styrkleika sína og nýta þá á jákvæðan og uppbyggilegan hátt
Hlusta á sjónarmið annarra af víðsýni
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.