Áfanginn er verklegur. Markmið áfangans er að nemandi kynnist og þjálfist í helstu vinnureglum við að matbúa einfaldan heimilismat, leggja á borð og ganga frá. Farið er yfir grunnreglur um vinnuaðferðir, hollustuhætti og hreinlæti, vélar og tæki, borðsiði og umgengni, skipulag og samvinnu. Snyrtimennska og kurteisi er í hávegum höfð. Nemandi lærir að setja upp matseðil. Í lok áfangans er haldin veisla (kvöldverður) fyrir foreldra og gildir hún að hluta til inn í lokaeinkunn.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
helstu matreiðslu- og framreiðsluaðferðum
mikilvægi hreinlætis í eldhúsi
helstu áhöldum og tækjum í eldhúsi og á bar
hráefni, næringargildi og hollustu
uppsetningu matseðla og matseðlafræði
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
nota almenna borðsiði og sýna kurteisi
fylgja uppskriftum og leiðbeiningum
nota viðeigandi áhöld, vélar og tæki í eldhúsinu
brjóta servíettur, leggja á og dúka borð
reikna út magn, næringargildi, kostnað og rýrnun
útbúa einfaldar máltíðir
sýna samvinnu og skipta verkum í eldhúsi
reikna út kostnað við máltíð
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
skipuleggja máltíðir og litlar veislur ...sem er metið með... skriflegum verkefnum, útreikningum og verklegum æfingum
setja saman holla og næringarríka máltíð ...sem er metið með... t.d. skriflegu matseðlaverkefni út frá næringargildi og hollustu
áætla kostnað við máltíð eða litla veislu ...sem er metið með... að t.d. bera saman kostnað og næringargildi milli mismunandi máltíða
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.