Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1463566586.75

    Evrópa - samskipti, stofnanir og menning
    EVRÓ3CA05
    None
    Evrópufræði
    Samskipti, menning, stofnanir
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Markmið áfangans er að nemendur öðlist góða þekkingu á fjölbreyttum siðum og venjum í löndum Evrópu og stofnunum sem marka samvinnu evrópskra landa. Sjónum er beint að matarmenningu, listum og íþróttum og helstu stofnunum Evrópu sem Ísland er í samstarfi við. Skoðuð eru helstu tungumálasvæði í Evrópu. Nemendur kynna sér samspil tungumáls og menningar og skoði mismunandi hefðir og menningarmun á evrópska tungumálasvæðinu. Stefnt er að nemendur heimsæki helstu stofnanir innanlands eða erlendis
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu einkennum á samfélagi og menningu Evrópulanda, m.a. matar-, lista og íþróttamenningu
    • helstu sérkennum evrópskra tungumála
    • evrópskum stofnunum og þátttöku og samstarfi Íslendinga í þeim
    • umfangi og áhrifum og evrópsks samstarfs á daglegt líf íbúa
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa, skilja og greina mismunand efni um evrópska menningu, listir og íþróttir
    • afla upplýsinga á mismunandi tungumálum
    • afla upplýsinga um helstu stofnanir í Evrópu, samtök og starfsemi þeirra
    • greina mismunandi stefnur helstu Evrópustofnana
    • gera greinarmun á helstu siðum og venjum í hverju landi
    • taka þátt í samræðum um sérkenni helstu tungumálasvæða Evrópu
    • tjá sig á skýran, gagnrýninn og skapandi hátt um þekkingu sína á evrópskri menningu og tungumálum
    • miðla upplýsingum og niðurstöðum skriflega, munnlega og sjónrænt með notkun nýjustu tækni
    • sýna frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • tjá skoðanir sínar á mismunandi menningu Evrópulanda og Evrópustofnana á ábyrgan, gagnrýninn og skýran hátt
    • nýta sér þekkingu sína á mismunandi siðum og venjum í erlendum samskiptum
    • gera sér grein fyrir mikilvægi góðrar tungumálakunnáttu í erlendum samskiptum
    • taka þátt í samskiptum á alþjóðavettvangi
    • vera virkur og ábyrgur borgari í lýðræðislegu samfélagi
    Fjölbreytt námsmat sem endurspeglar markmið áfangans. Lokaeinkunn byggir á kennara-, sjálfs- og jafningjamati á jafnri virkni og verkefnaskilum nemenda.