Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1464018084.86

    Danska fyrri áfangi
    DANS2AA05(MA)
    82
    danska
    Almennur byrjunar áfangi
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    MA
    Í áfanganum fá nemendur þjálfun í öllum færniþáttum tungumálsins auk þess sem þeir kynna sér danska menningu og siði. Áhersla er lögð á að nemendur bæti orðaforða sinn og æfist í notkun málsins bæði munnlega og skriflega. Áfanginn byggir að mestu á þemavinnu nemenda og viðfangsefni fara að nokkru leyti eftir áhugasviði nemenda og stöðu þeirra í tungumálinu. Nemendur vinna meðal annars að eigin markmiðum og þjálfast í að leggja mat á vinnu sína.
    Grunnskólapróf með einkunn B eða hærra
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • danska menningarsvæðinu og hvernig danska nýtist á norræna menningarsvæðinu almennt
    • orðaforða sem nauðsynlegur er til að mæta hæfniviðmiðum áfangans
    • grundvallarþáttum málkerfisins
    • formgerð og byggingu texta í töluðu og rituðu máli.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skilja talað mál um kunnugleg efni þegar talað er skýrt og áheyrilega
    • lesa ýmis konar texta á eigin áhugasviði eða texta um kunnugleg efni og beita þeim lestraraðferðum sem við eiga eftir gerð textans eða viðfangsefnisins
    • taka þátt í almennum samræðum um efni sem hann þekkir eða hefur áhuga á og beita kurteisisvenjum, málvenjum og hljómfalli við hæfi
    • segja frá á skýran hátt með því að beita orðaforða, málvenjum, framburði, áherslum og hljómfalli á sem réttastan hátt
    • skrifa samfelldan texta um efni sem hann þekkir eða hefur áhuga á og nota viðeigandi málfar
    • fara eftir grundvallarreglum sem gilda um ritað mál
    • nota upplýsingatækni og hjálpargögn í tungumálanámi.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • fylgjast með frásögnum um almenn efni
    • ná aðalatriðum úr fjölmiðlum og nýta sér þau, þegar fjallað er um kunnugleg efni
    • tileinka sér aðalatriðin í styttri lestextum og nýta á mismunandi hátt
    • lesa sér til ánægju og þroska skáldskap af hæfilegu þyngdarstigi
    • ráða við mismunandi aðstæður í almennum samskiptum um kunnugleg efni
    • útskýra og rökstyðja skoðanir sínar
    • miðla eigin þekkingu og skoðunum á efni sem hann hefur kynnt sér
    • skrifa um áhugamál sín og kunnugleg efni
    • leysa úr viðfangsefnum einn eða í samstarfi við aðra
    • þróa með sér aga, metnað, ábyrgð og jákvæðni í vinnubrögðum
    • meta eigið vinnuframlag.
    Námsmat er tilgreint í kennsluáætlun og samræmist skólanámskrá.