Nemandinn fær þjálfun í klippingu á æfingarhöfði og módeli. Efld er þekking og færni í aðferðum og samsetningu á mismunandi klippiformum, auk þynningar og beitingar viðeigandi verkfæra. Nemandi lærir að velja viðeigandi hármótunarefni.
Efldur er skilningur á gerð og notkun klippiverklýsinga.
HKLI2GB03CH
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
ýmsum hugtökum sem tengjast klippingum.
mismunandi tískuklippingum og útfærslum á þeim.
ólíkum hármótunarefnum og áhrifum þeirra.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
klippa dömuklippingu/tískulínur á æfingarhöfði og módeli út frá eigin verklýsingu.
klippa módel samkvæmt óskum þess og gera verklýsingu fyrir verkið.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
beita greiðum, skærum, þynningarskærum, hnífum og klippivélum.
ráðleggja um val og form á klippingum.
hanna eigin klippingu.
ganga vel um vinnusvæði, gæta öryggis og hreinlætis.