Nemandinn kynnist hugmyndum, tækni og aðferðum á bak við mótun hárs með rúllum, klípum og hverskonar hitatækjum. Hann lærir og fær þjálfun í grunnatriðum við ísetningu á rúllum og klípum og mótun blautbylgja. Kennd er notkun á krullu-og hitajárnum auk beitingar rúllubursta við dömublástur og gerð einfaldra fléttna og snúninga. Farið er í undirstöðuatriði í form- og bylgjublæstri herra.
Kennd er gerð og notkun verklýsinga.
Notast er við æfingahöfuð við verklega þjálfun.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
mismunandi formuppbyggingu í greiðslum og blæstri.
mismunandi gerðum rúlluísetninga og úrgreiðslna.
viðeigandi hármótunarefnum og áhöldum við ísetningu og greiðslu.
gerð og notkun verklýsinga fyrir hárgreiðslu.
mismunandi formum á bylgjugreiðslum.
notkun bylgjugreiðu og klípa.
notkun hárblásara og mismunandi tegunda af burstum.
einfaldri notkun hitajárna til hármótunar.
einföldum fléttum og snúningum í sítt hár.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
gera grunnskiptingar fyrir upprúll.
skipta hárinu upp í fyrirfram ákveðnar brautir.
setja ýmsar stærðir af rúllum í misjafna sídd af hári.
túbera og greiða úr mismunandi upprúllum á æfingahöfðum.
gera klípuupprúll á æfingahöfði auk úrgreiðslu.
blása dömuhár í mismunandi form.
nota viðeigandi bursta, greiður og mótunarefni.
gera einfaldar fléttur og snúninga.
handleika hitajárn.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
skipta, rúlla upp og forma hár með hliðsjón af útkomu, uppbyggingu og áferð greiðslu.
notast við verklýsingar við gerð greiðslna.
beita saman blásara, bursta og greiðu.
halda á greiðu á sama tíma og rúllað er upp.
taka skiptingar í samræmi við spólustærð og fyrirhugaða útkomu.