Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1464262166.11

    Byrjunaráfangi - heilbrigður lífsstíll
    HEIL1HL02(MA)
    29
    heilsa, lífsstíll
    heilsa, heilsulæsi, líkamsrækt, þjálfun
    Samþykkt af skóla
    1
    2
    MA
    Meginefni áfangans er að styrkja sjálfsmynd nemenda og gera þá meðvitaða um áhrif hreyfingar, næringar og hvíldar á líkama og sál. Áhersla er lögð á rétta líkamsbeitingu við æfingar og í daglegu lífi. Áfanginn er verklegur en með fræðilegu ívafi og verkefnavinnu sem er í beinum tengslum við verklega tíma.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • áhrif þjálfunar (þol, styrk og liðleika) á líkama og sál
    • gildi góðrar næringar og hvíldar fyrir heilsuna
    • gildi grunnþjálfunar og fjölbreyttrar hreyfingar
    • mikilvægi góðrar samskiptahæfni og eflingu félagsþroska
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • stunda fjölbreytta grunnþjálfun
    • beita sér rétt við æfingar og störf
    • vinna með öðrum
    • hlusta á eigin líkama og þarfir og bregðast við af þekkingu og skynsemi
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • temja sér heilbrigðan lífstíl varðandi meðal annars jafnvægi milli hreyfingar og hvildar
    • vera meðvitaður um góða líkamsbeitingu við leik og störf
    • finna hjá sjálfum sér mikilvægi hreyfingar og geta brugðist við því
    • geta unnið í samstarfi við félaga
    Námsmat er tilgreint í kennsluáætlun og samræmist skólanámskrá.