Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1464781909.57

    Upplýsingatækni með áherslu á ritvinnslu og töflureikni
    UPPT1RT02
    30
    upplýsingatækni
    Ritvinnsla og töflureiknir
    Samþykkt af skóla
    1
    2
    Unnið verður með grunnatriði ritvinnslu og töflureikni. Áhersla verður á forritin Microsoft Word og Excel og notkunarmöguleikar þeirra kynntir en einnig önnur forrit eftir áhuga og aðstæðum.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Framsetningu texta í rituðu skjali
    • Ritun á stuttum textum
    • Mikilvægi þess að kunna að setja upp aðgengilegan texta og skjöl af ýmsu tagi
    • Uppsetningu efnis í ritvinnslu og töflureikni
    • Hvernig nota skal ritvinnslu og töflureikni til að koma upplýsingum á framfæri
    • Mikilvægi þess að vanda framsetningu upplýsinga og heimilda
    • Að það má alltaf bæta við kunnáttu sína á þessu sviði
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Vinna með ritvinnslu- og töflureikna
    • Leita mismunandi leiða í vinnuferlinu
    • Skipuleggja, afla, flokka, vinna úr og miðla upplýsingum á gagnrýninn hátt
    • Meðhöndla heimildir á gagnrýninn hátt við upplýsingaöflun af netinu
    • Nota hjálpartexta og leiðbeiningar við notkun forrita
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Senda frá sér vel upp sett skjöl og ritaðan texta
    • Efla sjálfstraust sitt
    • Setja upp og skrifa ritgerðir í ritvinnsluforriti
    • Nota ritvinnsluforrit og töflureikni við skýrslugerð
    • Samtvinna notkun ritvinnslu og töflureiknis
    • Afla, vinna úr og miðla gögnum og upplýsingum á gagnrýninn og skapandi hátt
    • Koma hugmyndum sínum á framfæri
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.