Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1464783044.23

    Lífsleikni með áherslu á fjölmiðla og læsi í víðu samhengi
    LÍFS1LF02
    74
    lífsleikni
    Fjölmiðlar og læsi í víðu samhengi
    Samþykkt af skóla
    1
    2
    Skoðað verður á gagnrýnan hátt hvernig samskiptatæki fjölmiðlar eru og áhersla verður á að gera nemendur meðvitaða um mikilvægi, gildi og siðfræði og þær hættur sem tengjast fjölmiðlum nútímans. Áhersla er á læsi í víðu samhengi og miðast vinnuferlið við að efla færni og sjálfsmynd nemenda til að takast á við lífið. Leitast er við að styrkja nemendur til að verða gagnrýnir, virkir þátttakendur í jafnréttis- og lýðræðissamfélagi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Helstu tegundum fjölmiðla
    • Hugtakinu tjáningarfrelsi
    • Gildi fjölmiðla í lýðræðissamfélagi
    • Hættum sem tengjast fjölmiðlum nútímans
    • Hugtakinu læsi í víðu samhengi
    • Mikilvægi tjáningar og hlustunar
    • Ýmsum aldurs- og áhugamiðuðum hugtökum
    • Mismunandi tjáskiptaleiðum
    • Tilfinningum sínum og skilja orð og hugtök sem þeim tengjast
    • Styrkleikum sínum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Nálgast mismunandi fjölmiðla óháð miðlunarformi
    • Draga aðalatriði út mismunandi fréttatilkynningum
    • Endursegja eða endurflytja afmarkað efni
    • Nýta sér fjölmiðla sér til gagns og/eða gleði
    • Nýta sér upplýsingar úr umhverfinu
    • Tjá sig fyrir framan aðra
    • Athöfnum daglegs lífs
    • Taka þátt í umræðum og tjá eigin skoðanir
    • Virða skoðanir annarra
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Vera meðvitaður um styrkleika, veikleika og hættur fjölmiðla
    • Tjá sig um ýmis málefni sem fram koma í fjölmiðlum
    • Nýta sér upplýsingar frá fjölmiðlum á gagnrýnan hátt
    • Aðgreina auglýsingar frá öðru sem kemur fram í fjölmiðlum
    • Nýta styrkleika sína á jákvæðan og uppbyggilegan hátt
    • Nýta sér læsi í víðu samhengi
    • Hlusta á sjónarmið annarra af víðsýni
    • Tjá eigin skoðanir
    • Lesa í umhverfi, samskipti, tilfinningar og reglur í þeim tilgangi að átta sig á hvað er viðeigandi hverju sinni
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.