Markmið áfangans er að efla færni nemenda til að takast á við lífið sem ábyrgir og heilbrigðir einstaklingar. Umfjöllunarefni áfangans ná yfir mikilvægi þess að hafa heilbrigðan lífsstíll og áhrif lifnaðarhátta á heilsufar og fræðsla og forvarnir tengdar sjúkdómum og slysum og áhættuhegðun.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Hvað heilbrigður lífsstíll er og áhrif lifnaðarhátta á heilsufar
Fræðslu og forvörnum tengdum sjúkdómum, slysum og áhættuhegðun
Skyldu og ábyrgð sem fylgi fullorðinsárunum
Eigin lífssýn og gildi og áhrif hegðunar sinnar og lífsstíls á líðan og heilbrigði
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Í að taka ábyrgð á eigin lífi og efla ábyrgð sína sem samfélagsmeðlimur
Meta umhverfi sitt og sína eigin hegðun út frá heilsueflandi sjónarmiðum og áhrifum á líf, líðan og heilsu sína
Meta umhverfi og aðstæður út frá forvarnarsjónarmiðum tengdum slysum og sjúkdómum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Horfa gagnrýnum augum á eigin hegðun og lífsstíl og tileinka sér heilbrigða lifnaðarhætti
Fara inn í fullorðinsárin meðvitaður um þá ábyrgð sem því fylgir
Geta greint áhættuþætti í umhverfi sínu sem geta valdið skaða svo sem slysahættu og afleiðingar af áhættuhegðun
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.