Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1464789134.34

    Upplýsingatækni - valverkefni
    UPPT1VA02
    27
    upplýsingatækni
    Valverkefni
    Samþykkt af skóla
    1
    2
    Unnið verður með auka færni nemenda í notkun á verkfærum innan upplýsingartækni sem nemandinn hefur áhuga á að vinna áfram með. Leitast verður eftir að vinna með frumkvæði og sköpunarkraft hvers og eins.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • notkun forrita og tæknilegra verkfæra innan upplýsingatækninar á áhugasviði hvers og eins
    • notkunarmöguleikum ólíkra tækja
    • hvernig nota má ólíkar aðferðir til að leysa verkefni
    • mikilvægi þess að vanda framsetningu
    • því að það má alltaf bæta við kunnáttu sína á þessu sviði
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna með forrit og önnur tæki upplýsingatækninnar
    • leita mismunandi leiða í vinnuferlinu
    • skipuleggja, afla, flokka, vinna úr og miðla upplýsingum á gagnrýninn hátt
    • meðhöndla heimildir á gagnrýninn hátt við upplýsingaöflun af netinu
    • nota hjálpartexta og leiðbeiningar við notkun forrita
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • efla sjálfstraust sitt á notkun upplýsingartækni
    • framsetja niðurstöður úr vinnu sinni á skilmerkilegan og snyrtilegan hátt
    • afla, vinna úr og miðla gögnum og upplýsingum á gagnrýninn og skapandi hátt
    • koma hugmyndum sínum á framfæri
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.