Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1464865088.22

    Hárlitun 6
    HLIT3FB03(FH)
    2
    Verkleg hárlitun
    Verkleg hárlitun
    Samþykkt af skóla
    3
    3
    FH
    Nemandinn nýtir sér áunna færni frá fyrri stigum námsins til að efla fagmennsku og sjálfstæð vinnubrögð við hönnun og framkvæmd hárlitunar. Hann öðlast færni í að greina möguleika og ráðleggja viðskiptavini um val á hárlit með hliðsjón af líffræðilegum þáttum og þeim tískustraumum sem eru ráðandi í samfélaginu hverju sinni. Nemandinn þjálfast í hraða og tækni við margbreytilegar litunaraðferðir og styrkist í fagmannlegri framkomu, samskiptum, tjáningu, gerð verklýsinga, spjaldskrár og umgengni við vinnuumhverfið sitt.
    HLIT3FB03EH
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mismunandi tískulitunum sem eru ráðandi hverju sinni og útfærslum á þeim.
    • samspili hárlitar og klippingar.
    • þeim líffræðilegu þáttum sem hafa áhrif á möguleika viðskiptavinar við val á hárlitun.
    • fagmannlegri framkomu og tjáningu.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lita klippingu/tískulínu á módeli út frá eigin hönnun.
    • lita módel samkvæmt óskum og gera verklýsingu fyrir verkið.
    • gefa ráð um val á lit og litatækni með hliðsjón af líffræðilegum þáttum og ráðandi tískustraumum.
    • lýsa verki sínu í máli og myndum.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • ráðleggja viðskiptavini um val á lit sem hæfir hverju sinni.
    • beita fjölbreyttum aðferðum, áhöldum og tækni við lit eftir því sem við á.
    • klippa og lita innan ákveðinna tímamarka.
    • hanna litasamsetningu og útskýra það sem framkvæmt er fyrir viðskiptavini og öðrum í máli og myndum.
    • ganga vel um vinnusvæði, gæta öryggis og hreinlætis.
    Símat og lokaverkefni.