Starfsnám gefur nemendum tækifæri til þess að kynna sér ýmis störf og mismunandi vinnustaði. Námið felur í sér að nemendur þjálfist í að beita mismunandi aðferðum og verklagi. Starfsnám fer fram í skóla og á vinnustað. Með því að tengja námið við vinnustaði öðlast nemendur oft aðra sýn á námið í skólanum og tilgangur námsins verður skýrari. Að auki undirbúa nemendur að útskrift að vori.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Fjölbreyttum vinnustöðum
Fjölbreyttum starfsheitum
Mikilvægi þess að fara út á vinnumarkaðinn að skóla loknum
Skipulagningu útskriftar
Hvaða möguleika hann hafi til frekara náms
Hvað þurfi til að búa í sjálfstæðri búsetu
Hvað það þýðir að vera virkur og ábyrgur þátttakandi í lýðræðissamfélagi
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Velja sér vinnustað út frá raunhæfum markmiðum
Mæta til vinnu á réttum tíma
Fylgja fyrirmælum
Fylgja hreinlætisreglum á vinnustað
Fylgja samskiptareglum á vinnustað
Fylgja öryggisreglum á vinnustað
Undirbúa og skipuleggja merkisviðburði eins og útskrift
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Taka þátt í atvinnulífinu
Hafa yfirsýn yfir mismunandi störf og starfsvettvang
Tilheyra starfsmannahópi
Búa til eigin ferilskrá
Undirbúa og skipuleggja merkisviðburði eins og útskrift
Meta möguleika sína hvað varðar nám, atvinnu, búsetu og áhugamál
Skipuleggja heimilishald
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.