Heilbrigðisfræði með áherslu á sjálfsmynd og samskipti
HBFR1SS02
21
heilbrigðisfræði
Sjálfsmynd og samskipti
Samþykkt af skóla
1
2
Unnið er markvisst að því að nemendinn öðlist leikni við eflingu sjálfsmyndar og sjálfsvitundar. Unnið verður með samskipti, eigin hegðun og framkomu og hversu mikiðvægt það er að geta átt ábyrg og farsæl samskipti við aðra.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Mikilvægi réttrar sjálfsmyndar og sjálfsvitundar
Mikilvægi þess að vera sáttur við sjálfan sig
Mismunandi leiðum í samskiptum og samstarfi
Mikilvægi hollra lífshátta og hreyfingar fyrir sjálfsmyndina
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Þekkja sjálfan sig
Styrkja sjálfsmynd sína
Eiga góð samskipti við mismunandi einstaklinga í mismunandi aðstæðum
Fara eftir ráðleggingum í hollum lífsháttum, fæðuvali og hreyfingu
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Gera sér grein fyrir eigin sjálfsmynd og vera sáttur við hana
Gera sér grein fyrir eigin líðan, einkennum vanlíðunar og geta leitað sér hjálpar
Vera umburðarlyndur gagnvart mismunandi einstaklingum
Lifa hollu og heilsusamlegu lífi með tilliti til mataræðis og hreyfingar
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.