Unnið verður með útreikninga og stærðfræðileg hugtök sem nýtast nemendum í daglegu lífi. Dæmi um viðfangsefni eru tölur, samlagning, frádráttur, margföldun og deiling. Stefnt er að því að viðhalda og byggja ofan á þann grunn sem nemandi hefur þegar tileinkað sér.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Undirstöðuatriðum í reikningsaðgerðum
Mikilvægi stærðfræðinnar í daglegu lífi
Notkunarmöguleikum vasareiknis
Finna mismunandi aðferðir og lausnir út frá gefnum upplýsingum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Nota vasareikni
Nota algeng stærðfræðitákn
Finna mismunandi aðferðir og lausnir út frá gefnum upplýsingum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Skrá lausnir sínar á skipulagðan hátt
Fylgja fyrirmælum sem gefin eru
Beita skipulögðum aðferðum við lausn verkefna sem tengjast námsefninu
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.