Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1464967939.98

    Inngangur að sálfræði
    SÁLF2IN05(MA)
    69
    sálfræði
    Sálfræði, inngangur, kenningar, saga
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    MA
    Grunnáfangi í sálfræði. Í þessum áfanga kynnast nemendur fræðigreininni sálfræði, sögu hennar, nokkrum viðfangsefnum og helstu straumum og stefnum. Megináhersla er á þróun greinarinnar á tuttugustu öldinni og til okkar daga og helstu kennismiði. Lögð er áhersla á vísindalega nálgun sálfræðinnar, aðferðir við upplýsingaöflun og að koma efninu frá sér á fræðilegan hátt í ræðu og riti.
    Menningar- og/eða náttúrulæsi eða íslenska á öðru þrepi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mikilvægi þess að beita vísindalegum aðferðum við rannsóknir
    • helstu hugtökum sálfræðinnar
    • skilgreiningu vísindalegrar sálfræði og þróun greinarinnar.
    • helstu kenningum innan sálfræðinnar
    • hagnýtu gildi sálfræðinnar
    • helstu undirgreinum sálfræðinnar
    • umhverfisþáttum og erfðum sem mótunaröflum atferlis
    • útskýringum sálfræðinnar á nokkrum þáttum hugsunar og atferlis eins og minnis, náms, svefns, greindar og persónuleika
    • mikilvægi góðs siðferðis við rannsóknir
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita grunnhugtökum sálfræðinnar
    • útskýra helstu hugmyndir sem mótað hafa fræðigreinina
    • skoða samhengi sálfræðinnar við aðrar vísindagreinar
    • tengja rannsóknarniðurstöður og kenningar
    • beita rannsóknaraðferðum á ýmis rannsóknarefni
    • útskýra eigið atferli og hugsun út frá hugmyndum nokkurra sálfræðistefna
    • lesa í og skilja niðurstöður mikilvægra rannsókna í sálfræði
    • tjá kunnáttu sína í ræðu og riti
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • tjá sig á gagnrýninn hátt um afmarkaða efnisþætti sálfræðinnar
    • finna raunhæfar lausnir á mismunandi viðfangsefnum
    • sækja þekkingu úr öðrum greinum til aukins skilnings á viðfangsefninu og yfirfæra þekkingu á aðrar greinar til þess að sjá fræðilegt samhengi
    • geta tekið gagnrýna afstöðu til samfélagslegra álitamála er snúa að sálfræðinni
    • sýna sjálfstæði og ábyrgð í vinnubrögðum
    • geta metið eigið vinnuframlag og annarra
    • afla, meta og nota heimildir á viðurkenndan hátt
    • gera sér grein fyrir mótunaráhrifum umhverfis og erfða á eigin sjálfsmynd og annarra
    • skilja samspil atferlis, hugsunar og tilfinninga
    • hagnýta sálfræðina í daglegu lífi á jákvæðan hátt sér og öðrum til framdráttar
    Námsmat er tilgreint í kennsluáætlun og samræmist skólanámskrá.