Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1465295486.86

    Danska - lestur, ritun og tjáning
    DANS2LH05
    84
    danska
    hlustun, lestur, ritun, talað mál
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur séu færir um að skilja allt talað og ritað mál almenns eðlis. Með lestri bókmenntatexta og blaðagreina, ritun og hlustun er orðaforði aukinn og lesskilningur dýpkaður þannig að nemendur geti tjáð sig af lipurð, bæði munnlega og skriflega. Nemendur eru þjálfaðir í framburði og réttritun og læra að beita algengustu framburðar- og málfræðireglum.
    B eða hærra á grunnskólaprófi
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu einkennum danskrar tungu í framburði og rituðu máli
    • orðabókum og upplýsingasíðum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • hlusta á danskt mál eins og það kemur fyrir þegar skýrt er talað, t.d. í kvikmyndum og í sjónvarpsfréttum
    • taka þátt í samræðum á dönsku
    • lesa fjölbreyttra texta á dönsku
    • tjá hugsanir sínar á dönsku, skriflega og munnlega og nota til þess algeng orð og orðasambönd í ræðu og riti
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • nýta sér inntak ritmáls og talmáls um efni sem hann hefur áhuga á að kynna sér og vinna með.
    • tjá sig um almenn málefni og málefni sem hann þekkir vel, á skiljanlegri dönsku, bæði munnlega og skriflega og nota til þess málfar við hæfi
    • geti tekið þátt í samræðum á dönsku um almenn málefni
    Leiðsagnarmat