Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1465391863.32

    Skeggklipping og rakstur 1
    HRAK2FB01(AH)
    1
    Skeggklipping og rakstur
    Skeggklipping og rakstur
    Samþykkt af skóla
    2
    1
    AH
    Nemandinn fær þjálfun í skeggsnyrtingu og rakstri. Hann lærir að klippa skegg með skærum og klippivélum, raka útlínur kringum skegg, nota viðeigandi vörur og gera verklýsingar. Áhersla er lögð á þekkingu á öryggi, hreinlæti, sótthreinsun og smitvörnum við notkun hnífs við rakstur. Nemandi lærir að beita heitum og köldum bökstrum við rakstur og þekkja hvaða skeggform hæfir hverju andlitsfalli.
    HHER2FB03AH
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mismunandi tískulínum fyrir skegg og útfærslur á þeim.
    • mismunandi skeggformum og rakstursbrautum.
    • mismunandi mótunarefnum í skegg.
    • hinum ýmsu vörum sem notaðar eru við rakstur.
    • smitvörnum og öryggi við rakstur.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • klippa skegg í mismunandi form og raka í kringum það með rakhníf.
    • gera verklýsingar og vinna eftir þeim.
    • beita heitum og köldum bökstrum við rakstur.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • beita greiðum, skærum, þynningarskærum, hnífum og klippivél með skiptanlegum kömbum við skeggsnyrtingu.
    • ráðleggja um form og lengd á skeggi með hliðsjón af líffræðilegum þáttum.
    • beita fjölbreyttum aðferðum og tækni við skeggklippingu og rakstur.
    • ganga vel um vinnusvæði, gæta öryggis og hreinlætis.
    Símat.