Farið er yfir þroskaferil mannsins með sérstaka áherslu á barnið frá fæðingu til unglingsára. Hugað er að þætti fjölskyldu og umhverfis í mótun og þroska barnsins. Fjallað er um helstu kenningar 20. aldarinnar um bernsku og þroska. Í áfanganum eru rannsóknaraðferðir þroskasálfræðinnar kynntar svo og þroskafrávik og þroskahamlanir.
Sálfræði á öðru þrepi eða aðrar félagsgreinar á 2. þrepi.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
mikilvægi þess að beita vísindalegum aðferðum við rannsóknir
sérsviði þroskasálfræðinnar
helstu hugtökum og kenningum um bernsku og þroska
hagnýtu gildi þroskasálfræðinnar
umhverfisþáttum og erfðum sem hafa áhrif á þroskaferilinn
framlagi þroskasálfræðinnar til vísinda og samfélags.
mikilvægi góðs siðferðis við rannsóknir
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
beita grunnhugtökum þroskasálfræðinnar
útskýra helstu hugmyndir sem mótað hafa fræðigreinina
útskýra þroskaferilinn
lesa í og skilja niðurstöður mikilvægra rannsókna í þroskasálfræði
afla upplýsinga, greina þær og setja í fræðilegt samhengi
nýta fræðilegan texta á íslensku og erlendu
tjá kunnáttu sína skýrt og skilmerkilega í ræðu og riti
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
tjá sig á gagnrýninn hátt um afmarkaða efnisþætti þroskasálfræðinnar
sækja þekkingu úr öðrum greinum til aukins skilnings á viðfangsefninu ásamt því að yfirfæra þekkingu á aðrar greinar til þess að sjá vísindalegt samhengi
vinna úr rannsóknargögnum og leggja á þau mat
sýna sjálfstæði og ábyrgð í vinnubrögðum
afla, meta og nota heimildir á viðurkenndan hátt
sýna frumkvæði að raunhæfum lausnum
hagnýta þroskasálfræðina á jákvæðan hátt í daglegu lífi
Námsmat er tilgreint í kennsluáætlun og samræmist skólanámskrá.