Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1465633586.18

    TIG suða
    HLGS3TS04(AV)
    4
    Hlífðargassuða
    TIG suða, stál, suðustaðir
    Samþykkt af skóla
    3
    4
    AV
    Í áfanganum læra nemendur að undirbúa og sjóða TIG-suðu á kol- og kolmangan stáli og ryðfríu stáli svo þeir geti soðið efnisþykktir 1 - 3 mm í plötu með gegnumsuðu frá annarri hlið í suðustöðum PA, PC og PF samkvæmt gæðaflokki C (ÍST EN 25817). Þeir læra að sjóða rör í láréttri og lóðréttri stöðu og þekkja notkun bakgasbúnaðar. Farið er yfir stillingar á vélum og hlífðargasi. Lögð er áhersla á að nemendur geti soðið eftir suðuferlislýsingum. Ennfremur verða þeir færir um að skipuleggja suðuverkefni m.t.t. krafna um gæði, öryggi og umhverfi.
    HLGS2SF04
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • gastegundum og gasblöndum sem notaðar eru við suðu á ryðfríu stáli
    • bakgasi og bakgasbúnaði
    • hlutverki hlífðargassins og réttum stillingum þess
    • mismunandi gerðum rafskauta
    • öllum hlutum suðubyssunnar og leiðara
    • virkni suðutækja
    • ljósboganum og mismunandi straumferlum háspennu og hátíðnitækni í TIG - suðuvélum
    • aðferðum við hreinsun á yfirborði suðu
    • öryggisreglum varðandi hreinsiefni
    • helstu hættum og varúðarráðstöfunum vegna geislunar, hita, reyks, ósonmyndunar og eldfimra efna
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • stilla suðutækin þannig að henti efni og suðurauf
    • velja vír m.t.t. efnis og suðuraufar
    • stilla gasflæði, velja gashulsu og skaut m.t.t.efnis og straumstyrks
    • sjóða í suðustöðum PA, PC og PF í plötu
    • sjóða rör í láréttri og lóðréttri stöðu
    • sjóða eftir suðuferlislýsingum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skrá viðeigandi upplýsingar varðandi suðuverkefnið, straumstyrk, raufarstærð og aðrar upplýsingar fyrir suðuferlislýsingar
    • sinna viðhaldi fylgibúnaðar suðuvéla
    • uppfylla reglur um öryggismál
    • skipuleggja suðuverkefni m.t.t. krafna um gæði, öryggi og umhverfi
    • meta viðeigandi upplýsingar varðandi suðuverkefnið, straumstyrk, raufarstærð og aðrar upplýsingar fyrir suðuferlislýsingar
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.