Í áfanganum læra nemendur að ná tökum á að sjóða frá- og mótsuðu í bæði
plötur og rör í suðustöðunum PA-BW, PC-BW og PF-BW með suðugæðum C
samkvæmt ÍST EN 25817. Þeir eiga að geta valið rétta raufargerð, rétta spíssastærð
og stillt vinnuþrýsting m.t.t. efnisþykktar. Þeir tileinka sér færni í logskurði og
þekkingu á plasmaskurði og leiserskurði.
raufargerðum fyrir frá- og mótsuðu þegar efnisþykkt er >3mm
áhöldum og aðferðum við að stilla upp og hefta saman plötur og rör
suðugöllum við logsuðu, orsökum þeirra og hugsanlegum úrbótum
suðuvírum til logsuðu
meðferð og notkun logskurðartækja og skurðarvéla
göllum sem geta komið við logskurð og hugsanlegar úrbætur á þeim
meðferð og notkun plasma- og leiserskurðarvéla
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
sjóða rör og plötur í stöðunum PA-BW, PC-BW, PF-BW með frásuðu í gæðaflokk C samkvæmt ÍST EN 25817
sjóða rör og plötur í stöðunum PA-BW, PC-BW, PF-BW með mótsuðu í gæðaflokk C samkvæmt ÍST EN 25817
logskera með logskurðartækjum og skurðarvél bæði fas og beinan skurð
skera plötur og rör með plasmaskurðarvél; stál, ryðfrítt stál, ál og eir
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
velja suðuspíssa m.t.t. efnisþykktar
velja raufargerð m.t.t. efnisþykktar
útbúa fas á rör og skeyta saman rörum
stilla vinnsluþrýsting m.t.t. efnisþykktar
Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.