Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1465634404.31

    Rafsuða fyrir stálsmiði
    RAFS2SP03
    4
    rafsuða
    pinnasuða, stúfsuða, suðuferlislýsingar
    Samþykkt af skóla
    2
    3
    AV
    Í áfanganum fá nemendur þjálfun í að sjóða eftir suðuferlislýsingum. Nemendur læra að efna niður og undirbúa stálplötur fyrir rafsuðu og logskurð. Þeir læra að búa til Y-rauf og hreinsa efni eins og með þarf. Nemendur skulu geta soðið kverksuðu FW með basískum vír í suðustöðum PB,PD, PG og PF. Nemendur fá þjálfun í að setja saman og rafsjóða plötur 8 -12 mm þykkar með basískum rafsuðuvír í V fas án bakleggs, gegnumsjóða frá annarri hlið í suðustöðum PA, PC og PF ( PE ). Farið yfir ýmsa þætti varðandi pinnasuðu svo sem val á vírum, suðustöður, suðuraufar, suðuferla og fleira. Nemendur gera æfingar í að sjóða lárétta kverksuðu PB og PD 6 - 10 mm. Nemendur eiga að ná suðugæðum í flokki C samkvæmt ÍST EN 25817. Ennfremur geta þeir skipulagt vinnu sína m.t.t. krafna um hagkvæmni, gæði, öryggi og umhverfi.
    RAFS1SE03
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • suðuferlislýsingum og gildi þeirra
    • helstu gerðum af suðuraufum, skammstöfunum og tákn rafsuðu
    • eiginleikum, notkun og meðferð basískra rafsuðuvíra
    • spennum og aflögun efnis við suðu, hvað er til bóta
    • helstu breytingum efnisins á hitaáhrifasvæðinu
    • kolefnisjafngildinu og þýðingu þess
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • rafsjóða eftir suðuferlislýsingum
    • rafsjóða í suðustöðum PB-FW,PD-FW, PF-FW, PG-FW, PA BW, PC BW og PF-BW (ÍST EN 287-1)
    • sjóða lárétta kverksuðu PB og PD, lóðrétt fallandi kverksuðu PG og lóðrétt stígandi kverksuðu PF
    • sjóða lárétta stúfsuðu v-rauf suðustaða PA - BW og PC - BW
    • sjóða lóðrétta stúfsuðu v-rauf suðustaða PF - BW
    • sjóða lóðrétta stúfsuðu Y-rauf suðustaða PF - BW og PE - BW
    • sjóða lárétta stúfsuðu Y-rauf suðustaða PE - BW
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • mæla og skrá viðeigandi upplýsingar varðandi suðuverkefnið s.s. upplýsingar fyrir suðuferilslýsingar
    • gera suðuferil
    • velja sjálfstætt vír m.t.t. efnis og suðuraufar
    • viðhalda fylgibúnaði suðuvéla
    • fylgja reglum um öryggismál
    • skipuleggja suðverkefni m.t.t. krafna um gæði, öryggi og umhverfi
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.