Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1465985812.15

    Handverk og listsköpun úr náttúruefnum
    HANV1NÁ03
    1
    Náttúruefni
    Handverk og listsköpun úr náttúruefnum
    Samþykkt af skóla
    1
    3
    Í áfanganum fá nemendur meðal annars að spreyta sig á tálgun úr trjám og er sú tækni uppistaðan í þessum áfanga. Nemendur fá einnig að kynnast öðrum handverkfærum sem þeir koma til með að nota og eins að nýta endurnýtanleg efni í listsköpun og handverk. Þeir komast að því að hægt er að hanna fallega hluti úr íslenskum náttúruefnivið og samþætta við önnur efni. Þannig læra þeir á sitt nánasta umhverfi og kynnast fjölbreytni náttúrunnar og fá um leið tækifæri til að skynja hana betur og nýta til listsköpunar. Lögð er áhersla á skapandi, vönduð og sjálfstæð vinnubrögð.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Náttúrunni og nánasta umhverfi og sýna því virðingu
    • Formum, línum og hreyfingu innan listsköpunar
    • Gildi lita og notkun þeirra í umhverfi okkar
    • Viðfangsefnum sem lúta að samspili umhverfis, ólíkra efna og aðferða
    • Ferli frá hugmynd að fullunnu verki
    • Aðferðum við listsköpun úr umhverfinu án þess að skaða það
    • Sjálfbærni og að finna efnivið í skógi og umhverfi
    • Mikilvægi þess að sýna öguð og vönduð vinnubrögð í handverki
    • Sínu nánasta umhverfi og kynnast fjölbreytni náttúrunnar í litum og formi
    • Ævafornri kunnáttu og verkskilningi á handverki
    • Umhverfismennt og endurnýtingu efna
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Nota hugmyndabók og skrá hugmyndir
    • Beita sjálfstæðum vinnubrögðum og vera vandvirk í verkefnavinnu
    • Beita vinnubrögðum tálgutækni
    • Vinna með efnivið úr náttúrunni
    • Skipuleggja eigið vinnuferli og gera uppdrætti/skissur að verkefni
    • Leyfa sér að sitja úti í skógi og tálga í tré og komast þannig í tengsl við náttúru og umhverfi
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Nýta hæfni sína í listræna vinnu og sköpun
    • Sýna frumkvæði að verkefnum og verkefnavali
    • Beita gagnrýnni og skapandi hugsun og sýna áræðni og frumleika við lausnir vinnu sinnar
    • Geta unnið á persónulegan hátt með eigin hugmyndir og útfært þær eftir sinni eigin tilfinningu í fallegan nytjahlut, skreytingu eða skúlptúr
    • Vinna með efni úr nánasta umhverfi
    • Vera virkur í umræðum um umhverfið og náttúruna
    • Þroska færni sína og skilning á list og/ eða hönnun
    • Vera sjálfbær og tileinka sér endurnýtanleg efni í listsköpun
    Leiðsagnarmat. Fjölbreytt verkefni metin jafnt og þétt yfir önnina. Áhersla á umsagnir sem leiða nemandann áfram. Engin skrifleg lokapróf.