Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1466171313.88

    Líkamsmeðferð I
    LIKM2AA05
    1
    Líkamsmeðhöndlun
    Líkamsmeðferð byrjunaráfangi til sveinsprófs í snyrtifræði
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    FB
    Í þessum byrjunaráfanga læra nemendur verklag við líkamsnudd og hvernig hægt er að mynda æskilegt vinnuumhverfi fyrir það undirbúning vinnuaðstöðu og að taka á móti viðskiptavinum. Kennt er eftir klassíska sænska nuddkerfinu og nemendur þjálfaðir í að tileinka sér flæði og dýpt nuddhreyfinga og þekkja efni sem notuð eru við það. Í bóklegum hluta áfangans læra nemendur um beinabyggingu og vöðva líkamans, staðsetningu, upptöku, festu og hreyfingu þeirra. Þeir læra sögu og uppruna nudds, tilgang og áhrif þess á líkamann. Lögð er áhersla á að nemandi öðlist skilning á áhrifum og virkni nudd¬hreyfinga og nudds almennt á húðvefi, vöðva, æða- og sogæðakerfi líkamans.
    Samkvæmt skólanámskrá.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • sögu og uppruna nudds, tilgang og áhrif þess á líkamann
    • mikilvægi þess hvernig gott vinnuumhverfi og vinnustaða er við líkamsnudd
    • áhrifum og virkni mismunandi nuddhreyfinga í sænska nuddkerfinu
    • efni sem nuddað er með í líkamsnuddi
    • áhrifum nudds á húðvef, vöðva, æða- og sogæðakerfi líkamans
    • staðsetningu beina í líkamanum
    • staðsetningu, upptökum, festu og hreyfingu beinagrindavöðva í líkamanum sem haft er áhrif á í líkamsnuddi
    • hve háttvísi í framkomu er mikilvæg og hæfni í móttöku viðskiptavina með faglegum hætti
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • undirbúa nuddbekk og áhaldaborð fyrir meðhöndlun
    • taka á móti viðskiptavini og búa um hann fyrir líkamsnudd
    • nudda eftir sænska nuddkerfinu í 75 mínútna líkamsnuddi
    • hreinsa húð að loknu nuddi
    • sýna háttvísi og fagmannlega framkomu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vinna í hópi og til þess að auka skilning á verklega þætti námsins og samskiptatækni
    • undirbúa góða vinnuaðstöðu fyrir líkamsnudd og þægilegt umhverfi fyrir viðskiptavin
    • tengja undirstöðuþekkingu sína á staðsetningum vöðva svo hann geti gefið líkamsnudd á viðeigandi hátt
    • hafa skilning á mikilvægi vandaðra vinnubragða, háttvísi og fagmannlegrar framkomu
    • ganga frá vinnuaðstöðu, efnum og áhöldum á viðeigandi hátt
    • sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og bera ábyrgð á eigin námsframvindu
    Vinnueinkunn á önn, verklegt og skriflegt lokapróf • Vinnufærni nemandans er metin á önninni með jafningja- og leiðsagnarmati á verklegri vinnu þar sem nemandi gefur líkamsnudd á samnemendum og utanaðkomandi aðilum. • Krafa er um vönduð vinnubrögð og háttvísi í framkomu. • Þekking er metin með skriflegu lokaprófi, skriflegum könnunum og verkefnum sem unnin eru heima. • Í lok annar er hæfni nemanda metin með verklegu lokaprófi þar sem hann vinnur á utanaðkomandi aðila í 75 mínútna heilnuddi.