Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1466503419.96

    Andlitsmeðferð framhaldsáfangi til sveinsprófs í snyrtifræði
    ANMF3CB04(FB)
    9
    Andlitsmeðferð
    Jurtir, ilmolíur og ýmsar útfærslur á húðmeðferðum– bóklegur áfangi með tenginu í verklega þætti
    Samþykkt af skóla
    3
    4
    FB
    Í áfanganum læra nemendur um jurtir og notkun þeirra í húðmeðferð, ilmolíur og virkni sérmeðhöndlunar ásamt húðhreinsun. Áhersla er lögð á mismunandi útfærslur eftir ólíkum markmiðum húðmeðferðar til að nemandi öðlist innsæi og skilning á ólíkum verkþáttum og geti markviss valið meðferð að þörfum viðskiptavinar.
    Framhaldsáfangar í andlitsmeðferð samkvæmt námsbrautarlýsingu snyrtibrautar.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • tilgangi og notkun heitra bakstra í meðferð
    • aðferðum til ná sambærilegri virkni og rafræn meðferð án þess að nota rafræn tæki
    • hvernig fjarlægja á húðnabba og óhreinindi úr húðholum á árangursríkan hátt og hafa
    • þekkingu á viðeigandi undirbúningi húðar og eftirmeðferð
    • helstu virkni jurta og notkun þeirra í húðmeðferð
    • sögu og hugmyndafræði ilmolía og helstu vinnsluaðferðum þeirra
    • virkni ilmolía á líkamann og greini mun á þeim og öðrum jurtaolíum
    • frábendingum í ilmolíumeðferð og varúðarráðstöfunum við notkun þeirra efnum sem notuð eru við leirmaskagerð
    • mismunandi meðferðarúrræði fyrir ólíkar húðgerðir, eftir kynþætti og kyni
    • rökum fyrir vali á ólíkum útfærslum verkþátta í húðmeðferð
    • hugmyndafræði og virkni þrýstipunktanudds i andlitsmeðferð og hvernig slíkt er notað sjálfstætt eða með annarri nuddtækni
    • hugmyndafræði og virkni nuddaðferða í andlitsmeðferð til viðbótar við hefðbundið sænskt nudd s.s heitra og kaldra steina í andlitsmeðferð eða heitskeljanudd
    • markvissu vali snyrtivara í meðferð og til heimanota með tilliti til innihaldsefna, lífvirkni þeirra og áhrif
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • hvernig hægt er að meðhöndla húð á virkan hátt án raftækja, þ.e. auka innsíun húðar og hreinsun
    • velja jurtir til að búa til jurtaseyði og kunna að nota á mismunandi hátt í meðferð
    • velja ilmolíur og jurtir eftir tilgangi meðferðar og nota þær á mismunandi vegu í húðmeðferð
    • velja hvenær hentugt er að nota shiatsunudd, heitsteinanudd eða heitskeljanudd í meðferð
    • velja leirefni og íblöndunarefni á markvissan hátt til að búa til leirmaska fyrir mismunandi húðgerðir
    • skilgreina áhersluþætti við húðmeðferð karlmanna og veita þeim viðeigandi ráðgjöf
    • velja á milli mismunandi meðferðar sem lærð hafa verið, með tilliti til húðgerðar, lífsstíls, fyrri meðferðar og utanaðkomandi þátta
    • velja markvisst snyrtivörur og rökstyðja val þeirra eftir innihaldsefnum og þörfum viðskiptavinar
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • velja viðeigandi snyrtivörur í meðferð með tilliti til ástands húðar, markmiðum meðferðar og innihaldsefna
    • setja upp markvissa meðferð á fleiri en einn veg og hafa hæfileika til að raða verkþáttum upp í ólíkri röð og geta skilgreint markmið og orsakatengsl verkþátta í meðferðinni
    • ráðleggja framhaldsmeðferð og snyrtivörunotkun á markvissan hátt með tilliti til þarfa viðskiptavinar
    • sýna fjölbreytni og frumkvæði við efnistök og bera ábyrgð á eigin námsframvindu
    Vinnueinkunn (skyndipróf, verkefnavinna, frammistaða í kennslustundum) og lokapróf