Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1471345499.1

    Íþróttaakademía - Þjálffræði
    ÍÞAK2ÞF05
    2
    Íþróttaakademía
    Þjálffræði
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Áfanginn er ætlaður nemendum sem stunda íþróttgrein/ar að jafnaði og þeim sem hafa áhuga á líkams- og heilsurækt. Lögð er áhersla á að efla andlegan þroska nemenda og að þeir öðlist skilning á því, hvað þarf til þess að ná bættum árangri í íþróttum. Í áfanganum er lögð áhersla á að nemandinn geti unnið með almenna þætti þjálfunar sem snýr að hreyfingu, þoli, styrk, liðleika og tækni. Markmið og markmiðssetning verða kynnt fyrir nemendum.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • skipulagi þjálfunar og þjálffræði íþrótta
    • • helstu hugtökum þolþjálfunar og hvaða þolæfingar nýtast best
    • • helstu hugtökum styrktarþjálfunar og hvaða styrktaræfingar nýtast best
    • • helstu hugtökum liðleikaþjálfunar og hvaða liðleikaþjálfun sé besta forvörnin gegn meiðslum
    • markmiðssetningu og gerð einstaklingsáætlana
    • íþróttameiðslum, s.s. álagsmeiðslum og meðhöndlun þeirra
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • framkvæma þolæfingar sem henta og nýta þær
    • framkvæma styrktaræfingar sem henta og nýta þær
    • framkvæma liðleikaæfingar og nýta þær
    • setja sér raunhæf markmið
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • efla styrkleika sína og vinna að því að þeir nýtist honum sem best
    • fylgja eftir markmiðum sínum
    • eflist í eigin vitund, líkamlega jafnt sem andlega
    • beiti öguðum vinnubrögðum í íþróttum
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.