Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1471787060.6

    Teikningar og verklýsingar
    TEIK2HS05(FB)
    15
    teikning
    Teikningar og verklýsingar í húsasmíði III
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    FB
    Í áfanganum læra nemendur grunnatriðin í lestri byggingauppdrátta og fá þjálfun í að teikna verkstæðisunna byggingarhluta með áherslu á glugga, hurðir, innréttingar og tréstiga. Fjallað er um muninn á aðal- og séruppdráttum, mælikvarða þeirra, tilgang og einkenni. Gerð er grein fyrir hönnunarforsendum í byggingarreglugerð, stöðlum, verklýsingum og lögð áhersla á að þjálfa notkun og skilning á hvers konar verkgögnum sem tengjast verkstæðisunnum byggingarhlutum úr tré og tréefnum. Mikilvægt er að nemendur þjálfist í gerð rissteikninga við útfærslur deililausna og geri einfalda efnislista og kostnaðarútreikninga á grundvelli verkupplýsinga. Áfanginn er bæði ætlaður húsa- og húsgagnasmiðum og byggist aðallega á verkefnavinnu og útskýringum og umfjöllun kennara eftir því sem þörf er á. Mikilvægt er að nemendur tileinki sér sjálfstæð vinnubrögð við upplýsingaleit og gagnaúrvinnslu. Efnisatriði/kjarnahugtök: Aðalskipulag, deiliskipulag, hönnunargögn, aðaluppdrættir, séruppdrættir, byggingauppdrættir, innréttingauppdrættir, deiliteikningar, deililausnir, sneiðingar, byggingarreglugerð, íslenskir staðlar, Rb-blöð, verklýsingar, fagheiti, teiknitákn, gluggar, hurðir, innréttingar, innréttingar, skápar, tréstigar, stigahandrið.
    Nemandi hafi lokið við 5 einingar í grunnteikningu (GRTE1FF05).
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • verkstæðisunnum byggingarhlutum úr tré og helstu útfærslum þeirra
    • ákvæðum reglugerða um glugga, hurðir, innréttingar og tréstiga
    • íslenskum stöðlum um glugga, hurðir, innréttingar og tréstiga
    • stöðluðum málum á gluggum, hurðum, innréttingum og tréstigum
    • öllum gerðum uppdrátta og teikninga og öllum almennum teiknitáknum
    • fagheitum í glugga-, hurða -, innréttinga- og stigateikningum
    • lestri byggingauppdrátta
    • notkun byggingarreglugerðar
    • notkun vinnuteikninga og verklýsinga
    • blaðstærðum, mælikvörðum og teikniáhöldum
    • teikniaðferðum og teiknireglum fyrir verkstæðisunna byggingarhluta
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • gera kostnaðarútreikninga og verklýsingar
    • vinna eftir reglugerðum
    • magntaka/vinna eftir teikningum og verklýsingum
    • öðlast innsýn í tæknilegar útfærslur vegna álags og einangrunar
    • teikna vinnuteikningar
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • styðjast við Rb-blöð í upplýsingaleit og við gerð teikninga
    • lesa og vinna með teikningar af verkstæðisunnum byggingarhlutum
    • lesa og skilja merkingar á teikningum og meðfylgjandi verklýsingar
    • gera einfalda efnislista og kostnaðarútreikninga á grundvelli teikninga
    • rissa og teikna einfalda glugga, hurðir, innréttingar og tréstiga
    • gera rissmyndir og eftir atvikum nota fjarvídd til að sýna rýmisútfærslur
    • gera séruppdrætti og sýna deililausnir með tilheyrandi vikmálum
    • vinna og hugsa sjálfstætt
    Mælt er með því að námsmat byggi á verkefnavinnu, skyndiprófum og lokaprófi.