Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1472632493.74

    Menningarlæsi
    LÆSI2ME10(MA)
    1
    LÆSI
    Menningarlæsi
    Samþykkt af skóla
    2
    10
    MA
    Menningarlæsi er þverfaglegur áfangi á öðru þrepi á fyrsta ári. Honum er ætlað að auka áhuga, þekkingu og skilning nemenda á íslensku samfélagi, sögu þess og tungu. Í menningarlæsi er höfuðáhersla lögð á að nemendur tileinki sér vönduð vinnubrögð við fjölbreytta verkefnavinnu. Verkefnin snúa fyrst og fremst að félagsfræði, íslensku og sögu, auk þess sem upplýsingatækni er samofin verkefnavinnunni. Nemendur þjálfast í að vinna með öðrum, þurfa að sýna frumkvæði, beita gagnrýninni hugsun og læra að bera ábyrgð á eigin námi. Sérstök áhersla er lögð á lestur og að nemendur þjálfist í að beita móðurmálinu, bæði í ræðu og riti. Áfanginn byggist að miklu leyti á verkefnavinnu í kennslustundum undir leiðsögn kennara og heimanámi. Námið fer fram utan skólans sem innan og sækja nemendur sér fróðleik og gögn á fjölbreytta vegu, m.a. í vettvangsferðum.
    Grunnskólapróf með einkunn B eða hærra í íslensku.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu grunnhugtökum félagsfræðinnar, bókmennta- og textarýni
    • byggðaþróun og atvinnulífi í heimabyggð
    • helstu einkennum neyslusamfélagsins
    • mikilvægum grunnstoðum samfélagsins
    • ýmsum sögulegum og félagsfræðilegum viðfangsefnum sem eru að einhverju leyti mismunandi frá ári til árs
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • koma fram fyrir aðra og tala máli sínu á skýran og greinargóðan hátt
    • skrifa vandaðan texta samkvæmt reglum íslensks máls
    • afla sér upplýsinga sem tengjast efni áfangans með viðeigandi aðferðum (geti nýtt sér bóksöfn, upplýsingar á vef, viðtöl, o.fl.)
    • nota APA-kerfið í heimildavinnu
    • nýta sér viðeigandi forrit til að miðla upplýsingum
    • vinna með öðrum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • beita gagnrýnni og skapandi hugsun á ólík viðfangsefni
    • sýna hugkvæmni og frumkvæði við lausn verkefna
    • sýna sjálfstæði í vinnubrögðum
    • bera ábyrgð á eigin námi og starfi innan skólans
    • meta upplýsingar og vinna með þær á þann hátt að þær skili honum þekkingu og aukinni hæfni til náms, m.a. við ritun heimildaritgerða, kynninga og annarra verkefna
    • greina stöðu sína í því umhverfi sem hann lifir, bæði samfélaginu og sögulegu umhverfi
    Námsmat er tilgreint í kennsluáætlun og samræmist skólanámskrá.