Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1474382791.41

    Sund
    HREY1SU01(AV)
    5
    Hreyfing
    grunntækni, líkamsrækt, sund
    Samþykkt af skóla
    1
    1
    AV
    Verklegur áfangi þar sem nemendum er gerð grein fyrir þeim kostum sem sund sem líkamsrækt er. Farið er í grunntækni skriðsunds, baksunds og bringusunds. Vilji nemandi fá meiri þjálfun er hún veitt innan þess tímaramma sem kennslustund rúmar.
    engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mikilvægi hreyfingar
    • sundíþróttinni
    • leiðum til að nýta sund sem líkams- og heilsurækt við daglegar athafnir
    • forvarnargildi líkamsræktar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • synda
    • hreyfa sig sér til heilsubótar og ánægju
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • stunda hreyfingu án mikils tilkostnaðar
    • átta sig á mikilvægi hreyfingar fyrir andlega og líkamlega líðan einstaklingsins
    • nýta sér sundtæknina til að hreyfa sig markvisst
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.