Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1474383096.63

    Félagsgreinaenska 2
    ENSK3AE05(MA)
    26
    enska
    Almenn akademísk enska, bókmenntir, ritun
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    MA
    Áfanginn er lokaáfangi á félagsgreinabraut. Megináhersla er á akademískt læsi, ritgerðarsmíð og bókmenntalestur. Krafist er sjálfstæðra og agaðra vinnubragða. Einnig er tekist á við lesefni sem varða stöðu mála í heiminum og áskoranir 21. aldarinnar. Nemendur lesa samtímaskáldsögu sem varpar ljósi á ólíkan menningarheim og samfélagsuppbyggingu.
    ENSK2FV05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • orðaforða sem nauðsynlegur er til að mæta hæfniviðmiðum þrepsins þ.m.t. orðasamböndum og þverfaglegum orðaforða
    • notkun tungumálsins og hefðum tengdum töluðu og rituðu máli
    • menningu þjóða þar sem tungumálið er talað sem og eigin menningu í alþjóðlegu samhengi
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa og skilja án vandkvæða sérhæfðari texta á sviði sem hann þekkir til
    • lesa sér til upplýsingar og fróðleiks texta sem gera miklar kröfur til lesandans, ýmist hvað varðar orðaforða og uppbyggingu, myndmál eða stílbrögð
    • skilja vel talað mál á almennum nótum við mismunandi aðstæður
    • nota tungumálið á sveigjanlegan og árangursríkan hátt í samræðum geta tjáð sig af auknu öryggi um margvísleg málefni
    • skrifa margskonar texta, formlega og óformlega, svo til hnökralaust og fylgja helstu rithefðum og reglum um málbeitingu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skilja án vandkvæða megininntak erinda og rökræðna, lesa á milli línanna og átta sig á dýpri merkingu orða og texta
    • skilja efni fyrirlestra, kvikmynda og frétta og tjá sig munnlega um efni þeirra
    • taka þátt í skoðanaskiptum og færa rök fyrir máli sínu
    • lesa flóknari texta, átta sig á tilgangi og afstöðu textahöfundar og bregðast við eða tjá skoðanir sínar
    • beita rithefðum sem eiga við í textasmíð, m.a. um inngang, efnisyrðingu og meginmál með vel afmörkuðum efnisgreinum og niðurlagi
    • skilja greinilega mun á ritmáli og talmáli og geta beitt stílbrögðum t.d. myndmáli og líkingamáli
    • geta flutt vel uppbyggða frásögn, kynningu eða greinargerð, dregið fram aðalatriði og rökstutt mál sitt nokkuð nákvæmlega með dæmum og brugðist við fyrirspurnum
    Námsmat er tilgreint í kennsluáætlun og samræmist skólanámskrá.