Í áfanganum fá nemendur kynningu á kynjafræði, jafnréttisbaráttu, rauðsokkum og femínisma. Þeir fá innsýn í margbreytileika mannlífsins og þjálfast í að skoða heiminn með kynjagleraugun á nefinu. Fjallað verður um sögu jafnréttisbaráttunnar, hinseginfræði fjölmiðla, ofbeldi, karlmennsku, vinnumarkaðinn og stjórnkerfið út frá kyni. Nemendur munu m.a. rýna í fjölmiðla, bækur og kvikmyndir og kynnast hugtökum kynjafræðinnar.
FÉLA3ST05 (eða 10 einingar í félagsfræði)
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
helstu kenningum og hugtökum kynjafræðinnar
stöðu kynjanna í íslensku samfélagi, fyrr og nú
staðalmyndum um kvenleika og karlmennsku
kynjuðum neysluvenjum
klámi og áhrifum þess á kynheilbrigði
kynbundnu ofbeldi og mörgum birtingarmyndum þess.
áherslum hinsegin fræða
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
beita grunnhugtökum kynjafræðinnar
setja upp kynjagleraugun, þ.e. skoða veröldina út frá sjónarhorni kyns og kynferðis
greina stöðu og staðalmyndir kynjanna í fjölmiðlaefni, námsefni og almennri umræðu
taka þátt í umræðum og koma skoðunum sínum og hugmyndum á framfæri
beita gagnrýninni hugsun
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
skilja helstu orsakir kynjaskekkjunnar samkvæmt hugmyndum kynjafræðinnar
taka þátt í samfélaginu með jafnrétti að leiðarljósi
sýna sjálfstæði og ábyrgð í vinnubrögðum
Námsmat er tilgreint í kennsluáætlun og samræmist skólanámskrá.