Markmið áfangans er að þjálfa nemendur í læsi í víðum skilningi. Lögð er áhersla á lykilhæfni og grunnþætti menntunar. Markmið áfangans er að nemendur geri sér betur grein fyrir tengslum einstaklings og samfélags, réttindum og skyldum og sinni eigin ábyrgð, þátttöku og mögulegum áhrifum á samfélagið. Einnig að þeir öðlist skilning á umhverfi sínu og mikilvægi heilbrigðis og sjálfbærni í nútíma þjóðfélagi. Nemendur geri sér grein fyrir mikilvægi auðlinda og að umgangast þær með varúð.
Engar. Inngangsáfangi
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
mikilvægi gagnrýnnar hugsunar
áhrifum mannsins á náttúruna og mikilvægi sjálfbærni í samfélagi sínu
mikilvægi heilbrigðs lífstíls
landnýtingu, nýtingu sjávar, nýtingu á úrgangi og umhverfisvænnar orkuöflunar
eigin ábyrgð á samfélagi sínu og umhverfi
eigin menningu og geta borið saman við aðra menningarheima í nútíð og fortíð
áhrifum dægurmenningar og samskiptum á 21. öld
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
afla sér upplýsinga um umhverfi sitt, nærsamfélag og alþjóðasamfélagið
gera sér grein fyrir eigin sjálfsmynd og geta útskýrt tilfinningar sínar og skoðanir á rökstuddan hátt
gera sér grein fyrir stöðu Íslands í umhverfismálum
gera grein fyrir stöðu sinni í samfélaginu með það að markmiði að vera virkur þjóðfélagsþegn
bera saman stöðu Íslands og annarra þjóða í umhverfismálum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
skrá úrlausnir sínar skipulega, skiptast á skoðunum við aðra um þær og útskýra hugmyndir sínar og verk á viðeigandi hátt
meta gildi heimilda og kunni að draga ályktanir af þeim
beita rökhugsun til þess að draga ályktanir og setja fram gagnrýni á skipulegan hátt
geta gert grein fyrir sjónarmiðum sínum og skoðunum á málefnalegan og rökstuddan hátt
sýna öðrum einstaklingum, skoðunum þeirra og lífstíl virðingu og umburðarlyndi
Áfanginn er símatsáfangi og er námsmatið fjölbreytt.