Byggt er markvisst á þeirri kunnáttu sem nemendur hafa nú þegar tileinkað sér.
Unnið er að færni nemenda í lesskilningi, tali, hlustun og ritun. Orðaforði eykst og ný málfræðiatriði eru æfð. Nemendur þurfa í auknum mæli að tjá sig munnlega og textar verða smám saman lengri og þyngri. Flétt er inn í kennsluna upplýsingum um menningu og staðhætti þýskumælandi landa.
Áhersla er lögð á frumkvæði nemenda og að þeir fylgist með framvindu náms síns og framförum í samræmi við evrópska tungumálamöppu.
Nemendur eru þjálfaðir í notkun þýsk-þýskrar orðabókar.
Þýsk1AG05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
orðaforða sem nauðsynlegur er til að mæta markmiðum áfangans
grundvallarþætti þýska málkerfisins
staðháttum, samskiptavenjum og menningu þýskumælandi landa og þjóða
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
greina talað mál um kunnugleg efni þegar talað er fremur hægt og skýrt og geta fylgt einföldum fyrirmælum.
lesa og greina þyngri og lengri texta sem innihalda algengan orðaforða
taka þátt í einföldum samræðum og tjá sig um efni sem hann þekkir
tjá sig um liðna atburði, nánasta umhverfi, eigin tilfinningar og reynslu auk þess að afla sér einfaldra upplýsinga með því að beita grunnorðaforða tungumálsins og nota til þess m.a. þýsk-þýska orðabók
skrifa stuttan, einfaldan texta í nútíð og liðnni tíð svo sem bréf, skilaboð, boðskort og leiðarlýsingar ofl.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
hlusta á og greina talað mál um kunnugleg efni og draga viðeigandi ályktanir
rökstyðja og bera saman notkun á einföldum textum yfir athafnir daglegs lífs
leggja grunn að einföldum samræðum þannig að hann rökstyðji, spyrji og svari einföldum, algengum spurningum
draga ályktanir og nota einföld orðasambönd og setningar til þess að vísa veginn, gefa upplýsingar um búsetu ofl.
skipuleggja frásögn og rökstyðja orðaval sitt í skapandi skrifum
Fjölbreytt námsmat endurspeglar markmið áfangans í öllum færniþáttum í samræmi við evrópsku tungumálamöppuna (ETM). Námsmat er í formi símats, sem byggir á kennara-, sjálfs- og jafningjamati á virkni og verkefnaskilum nemenda, þar sem færniþættirnir lesskilningur, hlustun, tal og ritun, auk málfræði eru metnir.