Byggt er markvisst á þeirri kunnáttu sem nemendur hafa nú þegar tileinkað sér ritun í samræmi við þrep A2 í evrópska tungumálarammanum.
Unnið er að færni í lesskilningi, tali, hlustun og ritun. Orðaforði eykst og ný málfræðiatriði eru æfð. Í áfanganum er lögð áhersla á færni um að skilja allt talað og ritað mál almenns eðlis og kynnast spænskri menningu.
Áhersla er lögð á aukinn orðaforða og lesskilning og verða textar smám saman lengri og þyngri. Orðaforði eykst og lokið verður við umfjöllun um öll helstu grundvallaratriði málfræðinnar svo að nemendur geti tjáð sig af lipurð bæði munnlega og skriflega.
Lögð er áhersla á að nemendur geri sér ljósa eigin ábyrgð í málanámi og átti sig á mikilvægi eigin frumkvæðis og vinnu.
SPÆN1AF05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
orðaforða sem nauðsynlegur er til að mæta markmiðum áfangans
ólíkri textagerð og mismunandi talað og ritað mál
samskiptavenjur og menningu spænskumælandi landa og þjóða
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
greina talað mál um kunnugleg efni og geta fylgt almennum fyrirmælum og greint aðalatriði frá aukaatriðum
lesa og greina margs konar gerðir texta og vinna úr þeim á mismunandi hátt eftir því hver tilgangur með lestrinum er hverju sinni
afla sér hagnýtra upplýsinga og taka þátt í samræðum og tjá sig um efni sem hann þekkir
tjá sig um atburði daglegs lífs með því að beita nútíð og liðinni tíð og halda stutta kynningu á undirbúnu efni með því að beita orðaforða, setningagerð og framburði á sem réttastan hátt
skrifa samfelldan texta um efni sem hann þekkir, draga ályktanir og tjá eigin skoðanir
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
hlusta á og greina talað mál um efni sem hann hefur aflað sér þekkingar á sem og eigin skoðanir og persónulega reynslu
rökstyðja og bera saman notkun á einföldum setningum yfir athafnir daglegs lífs
leggja grunn að samræðum þannig að hann rökstyðji, spyrji og svari algengum spurningum og spurningum um kunnug málefni
draga ályktanir og nota orðasambönd og setningar til þess að segja frá
skipuleggja frásögn og rökstyðja orðaval í mismunandi tegundum texta og geta dregið ályktanir ef efnið er kunnuglegt
Fjölbreytt námsmat endurspeglar markmið áfangans í öllum færniþáttum í samræmi við evrópsku tungumálamöppuna (ETM). Lokaeinkunn byggir á kennara-, sjálfs- og jafningjamati á virkni og verkefnaskilum nemenda, þar sem færniþættirnir lesskilningur, hlustun, tal og ritun, auk málfræði eru metnir.