Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1474565311.69

    Franska 3 fyrir grunn notanda - c
    FRAN1AU05
    8
    franska
    evrópski tungumálaramminn, grunnur, stig a2
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    AC
    Byggt er markvisst á þeirri kunnáttu sem nemendur hafa nú þegar tileinkað sér. Unnið er áfram með undirstöðuatriði tungumálsins. Haldið er áfram að þjálfa nemendur jöfnum höndum í öllum færniþáttum tungumálsins, hlustun, lestri, samskiptum, frásögn og ritun í samræmi við evrópska tungumálarammann. Áhersla er áfram á framburð, aukningu orðaforða og unnið er með flóknari formgerð frönskunnar. Nemendur kynnast enn frekar franskri menningu og menningu annarra frönskumælandi landa. Aukin áhersla er á einstaklingsmiðað nám, meira frumkvæði nemenda og að þeir fylgist í sífellu með framvindu náms síns og framförum í samræmi við evrópsku tungumálamöppunni. Áhersla er á að nemendur geti notað frönskukunnáttu sína við margvíslegar aðstæður í dagleg lífi og geti aflað sér upplýsinga á sjálfstæðan hátt í gegnum helstu upplýsingaveitur.
    Fra1AF05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • orðaforða sem nauðsynlegur er til að mæta hæfnimiðum áfangans
    • grunnþáttum franska málkerfisins
    • almennar aðstæður í daglegu lífi, menningu og siðum í Frakklandi og öðrum frönskumælandi löndum
    • mismun á töluðu og rituðu máli og mismunandi notkun tungumálsins í samskiptum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina talað mál um kunnugleg almenn efni, greina aðalatriði frá aukatriðum og fylgja almennum fyrirmælum
    • lesa og greina frekar fjölbreytta texta með algengum orðaforða eins og t.d í lýsingar í ferðabæklingum og nýta sér hagnýt skilaboð úr daglegu lífi
    • lesa og greina aðalatriði í einfölduðum bókmenntatextum
    • taka þátt og tjá sig í samræðum um fyrirfram ákveðið efni s.s. vísa til vegar, spyrja og veita upplýsingar um ákveðna þætti, taka þátt í undirbúnu viðtali eða kynningu
    • segja frá fólki, stöðum eða söguþræði með viðeigandi orðaforða í algengustu sagnatíðum
    • skrifa samfellda texta í viðeigandi sagnatíð eins og söguútdrátt eða stutta gagnrýni
    • afla sér upplýsinga í heimildaleit m.a. á veraldarvefnum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • hlusta á og greina skýrt talað mál um ákveðið efni sem nemandi hefur þegar aflað sér þekkingar á
    • rökstyðja og bera saman setningar, skilaboð eða texta um daglegar athafnir
    • leggja grunn að samræðum þannig að hann rökstyðji, spyrji og svari algengum spurningum um ákveðin málefni
    • draga ályktanir og nota ákveðin orðasambönd og setningar til þess að segja frá þekktu efni
    • skipuleggja mismunandi tegundir texta eða frásagna, rökstyðja orðaval og draga eigin ályktanir
    Fjölbreytt námsmat endurspeglar markmið áfangans í öllum færniþáttum í samræmi við evrópsku tungumálamöppuna (ETM). Lokaeinkunn byggir á kennara-, sjálfs- og jafningjamati á virkni og verkefnaskilum nemenda, þar sem færniþættirnir lesskilningur, hlustun, tal og ritun, auk málfræði eru metnir.