Byggt er markvisst á þeirri kunnáttu sem nemendur hafa nú þegar tileinkað sér. Unnið er áfram með undirstöðuatriði tungumálsins. Haldið er áfram að þjálfa nemendur jöfnum höndum í öllum færniþáttum tungumálsins, hlustun, lestri, samskiptum, frásögn og ritun í samræmi við evrópska tungumálarammann. Áhersla er mikil á framburð og tjáningu bæði í töluðu og rituðu máli, aukningu á fjölbreyttum orðaforða og unnið með flóknari myndir frönskunnar.
Nemendur kynnast fjölbreyttari hliðum franskrar menningar sem og menningu annarra frönskumælandi landa. Áhersla er á einstaklingsmiðað nám og frumkvæði nemenda og að þeir fylgist í sífellu með framvindu náms síns og framförum í samræmi við evrópsku tungumálamöppunni. Áhersla er á að nemendur geti notað frönskukunnáttu sína við margvíslegar aðstæður í dagleg lífi.
FRANS1AU05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
orðaforða sem nauðsynlegur er til að mæta hæfnimiðum áfangans
grunnþáttum franska málkerfisins
almennar aðstæður í daglegu lífi, menningu og siðum í Frakklandi og öðrum frönskumælandi löndum
mismun á töluðu og rituðu máli og mismunandi notkun tungumálsins í samskiptum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
greina talað mál um kunnugleg efni, greina vel aðalatriði frá aukatriðum og fylgja almennum fyrirmælum
lesa og greina frekar fjölbreyttar tegundir texta með venjulegum orðaforða eins og í lýsingum á fólki og stöðum og nýtt sér skilaboð úr daglegu lífi eins og í leiðbeiningum og bæklingum
lesa og greina vel aðalatriði í t.d bókmenntatextum, ferðabæklingum eða -bókum
taka þátt í almennum samræðum t.d. í vinahópi, tjá sig um áhugamál og fréttnæma viðburði
tjá sig um ákveðið efni eins og spyrja og veita upplýsingar um ferðastaði, fólk og afþreyingu, viðtali eða kynningu
segja frá fólki, stöðum eða söguþræði með viðeigandi orðaforða í algengum sagnatíðum
skrifa stuttan, samfelldan texta eins og söguútdrátt, gagnrýni eða ferðalýsingu
afla sér upplýsinga á fjölbreyttan hátt í gegnum helstu upplýsingaveitur
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
hlusta á og greina skýrt talað mál um ákveðið efni og draga viðeigandi ályktanir
rökstyðja og bera saman ýmsa texta sem tengjast daglegu lífi og störfum, s.s. í leiðbeiningum, lýsingum á stöðum og borgum eða í bókmennta- og blaðatextum
leggja grunn að, rökstyðja og halda uppi almennum samræðum um efni eins og ferðalög og afþreyingu
draga ályktanir og nota ákveðin orðasambönd og setningar til þess að segja frá þekktu efni eins og að spyrja og veita upplýsingar um ferðatengd mál
bera saman mismunandi texta eins og lýsingar á ferðasvæðum, fólki eða atburðum
skipuleggja mismunandi tegundir frásagna eða texta rökstyðja orðaval og draga eigin ályktanir
Fjölbreytt námsmat endurspeglar markmið áfangans í öllum færniþáttum í samræmi við evrópsku tungumálamöppuna (ETM). Lokaeinkunn byggir á kennara-, sjálfs- og jafningjamati á virkni og verkefnaskilum nemenda, þar sem færniþættirnir lesskilningur, hlustun, tal og ritun, auk málfræði eru metnir.