Farið yfir vinnu við að skipta um ýmsa hluti og einingar í ökutækjum sem ekki er fjallað um í öðrum áföngum. Skoðaðar vinnuaðferðir við að taka úr og setja í aftur hluta ökutækja svo sem hreyfla, kæla, mælaborð, miðstöðvar, sæti og innréttingar. Skipti á lausum yfirbyggingahlutum. Skoðað fyrirkomulag mælaborða, kveikilása og ræsihindrana. Æfingar í viðgerðum á stillanlegum baksýnisspeglum, þurrkubúnaði, hurðum og búnaði þeirra. Farið yfir ýmsar aðferðir til að mæla burðarvirki og undirvagn. Fjallað um notkun vökvatjakka við réttingu lausra hluta. Fjallað um tjónamatskerfið Cabas. Framkvæmd æfingaverkefni með lausum mælibúnaði og farið yfir mælikerfi og málblöð sem notuð eru við réttingu.
BVVE2VS05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
mismunandi byggingarlagi og gerð ökutækja
kröfum til ástands ökutækja í reglugerð um gerð og búnað ökutækja
aðferðum til að meta ástand burðarvirkis og yfirbyggingar
kröfum til burðarvirkis í reglugerð um gerð og búnað ökutækja
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
taka úr og setja í aftur ýmsan vélbúnað, aukabúnað og innréttingar
skipta um og gera við þurrkubúnað, rúðuvindur, skrár og lamir hurða
skipta um hurðir og lok, svo sem vélarhlíf og lok á farangursgeymslu
gera einfalda burðarvirkismælingu
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
finna viðgerðalýsingar í handbókum og rafrænum viðgerðagögnum
lýsa virkni eftirfarandi búnaðar: samlæsingum, rafknúnum rúðuvindum, þjófafælum, rafhituðum rúðum og útispeglum, rafstilltum útispeglum, mælum og gaumljósum, mælaborðslýsingu, innilýsingu, ræsihindrun í sjálfskiptingu og öðrum ræsihindrunum
lýsa mælitækni og mæliþörf á bifreiðatjónum
fylla út mæliskýrslu
framkvæma einstakar burðarvirkismælingar með lausum búnaði og gera samanburðarmælingar með málstöngum og handmælingu
Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.