Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1475074781.01

    Rekstrarhagfræði
    BREK2RH03
    2
    Rekstrarhagfræði í bíliðnum
    rekstrarhagfræði
    Samþykkt af skóla
    2
    3
    AV
    Fjallað er um helstu þætti er varða innra skipulag og rekstur fyrirtækja, rekstrarumhverfi eða ytri aðstæður fyrirtækja t.d. skattaumhverfi og afkomu þeirra almennt. Einnig er fjallað um fyrirtæki sem efnahagseiningu og samkeppni þess við önnur fyrirtæki í starfsgreininni. Farið er í flokkun atvinnugreina, starfsgrundvöll fyrirtækja, stefnumótun og markmiðssetningu. Þá er farið í framleiðsluskipulag og kostnaðarreikninga og jafnvægispunktur reiknaður út. Kennd er gerð línurita til að skýra rekstrarstöðu fyrirtækis.
    BVVE2VS05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grundvallarhugtökum hagfræðinnar sem fjalla um framleiðsluþætti, skort, val og fórn
    • mun á frumvinnslu, úrvinnslu og þjónustu
    • helstu skipuritum, verkaskiptingaraðferðir og dreifingu valds og ábyrgðar í fyrirtækjum
    • helstu kostnaðarhugtökum og aðferðum við útreikning framlegðar og rekstrarjafnvægis
    • helstu þáttum í rekstrarumhverfi fyrirtækja
    • helstu þáttum sem ráða staðarvali fyrirtækja
    • lögum um tekju- og eignaskatt einstaklinga
    • þeim lögum sem í gildi eru um virðisaukaskatt
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • færa færslur vegna stofnunar og slita fyrirtækja
    • færa færslur vegna launagreiðslna
    • reikna afdregna staðgreiðslu, tryggingagjald og gjöld í lífeyrissjóð
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skilgreina efnahagsheildir og helstu strauma efnahagslífsins
    • greina á milli þátta sem fyrirtæki hefur vald yfir og áhrif á
    • lýsa vinnuaðferðum við stefnumótun og markmiðssetningu
    • gera greinarmun á hámarksmarkmiðum og viðunandi markmiðum
    • skýra áhrif hagsmunaaðila á markmiðssetningu fyrirtækja
    • lýsa rekstrarformi fyrirtækja
    • lýsa helstu stjórnunarstílum
    • útskýra virðisauka (verðmætasköpun) fyrirtækja og ráðstöfun hans
    • lýsa framleiðslukerfum, skipulagi tækja og mannafla
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.