Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1475077420.99

    Heimspekisaga
    HEIM2SA05(MA)
    4
    heimspeki
    heimspekisaga
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    MA
    Í þessum áfanga er lögð áhersla á ítarlegar pælingar og umræður um nokkur meginstef heimspekinnar frá tilurð hennar í Grikklandi um það bil 600 f. Kr. og fram á okkar daga, einkum á sviði frumspeki og þekkingarfræði. Auk þess verður fjallað um upphaf félagsvísinda og helstu kenningar þeirra fræða. Höfuðsnillingar heimspekisögunnar verða í forgrunni. Meira verður lagt upp úr nákvæmum skilningi á einstökum kenningum og frjóum samræðum en hundavaðsfróðleik og mikilli yfirferð. Engu að síður fái nemendur heildarsýn yfir útlínur heimspekisögunnar, samhengi og rof, frá upphafi til nútíma.
    SAGA2FM05 og FÉLA2AA05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • upphafi heimspeki og fræðilegra vísinda hjá jónísku náttúruspekingunum og þeim breytingum í hugsunarhætti sem því fylgdi
    • frumspeki og þekkingarfræðilegum viðhorfum forsókratískra heimspekinga og gera sér grein fyrir hughyggju og efnishyggju, rökhyggju og raunhyggju
    • samræðuaðferð Sókratesar og deilum við sófista; algildishyggju og afstæðishyggju í siðferðisefnum
    • heimspekikerfi Platons og meginhugtökum; kenningum Aristótelesar og flokkunarkerfum
    • hugmyndaheimi hellenismans; kýnisma, efahyggju, stóuspeki, epíkúrisma og nýplatonisma
    • sambandi kristni og heimspeki á miðöldum; trú og skynsemi, sögu og sannindum og frumspekilegri stöðu almennra hugtaka
    • vísindalegri og pólitískri hugsun á nýjöld; kenningum rökhyggjumanna: Descartes, Spinoza og Leibniz; kenningum raunhyggjumanna: Locke, Berkeley og Hume
    • hugmyndaheimi upplýsingar og rómantíkur; „hinum kóperníkönsku umskiptum“ Kants á sviði þekkingarfræði og frumspeki og „skilyrðislausa skylduboðinu“ í siðfræði hans
    • söguspeki Hegels og Marx og gagnrýni Kierkegaards og Nietzsche á hefðbunda heimspeki
    • heimspekilegum forsendum félagsvísinda og tengslum rökhugsunar og hefðarhugsunar í klassískri félagsfræði hjá Comte, Tocqueville, Tönnies, Simmel, Durkheim og Weber
    • helstu stefnum og straumum á 20. öld
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • taka þátt í heimspekilegri rökræðu
    • gera grein fyrir heimspekilegum og félagsvísindalegum hugtökum
    • meta gildi heimspekilegra rökfærslna
    • greina og skýra heimspekilegan texta
    • skrifa stuttar heimspekilegar rökfærsluritgerðir
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • bera saman ólíka hugarheima úr sögu fræða og vísinda
    • yfirfæra þekkingu og skilning á einu sviði fræða yfir á annað
    • hugsa og tjá sig skipulega á sjálfstæðan og gagnrýninn hátt um málefni líðandi stundar jafnt sem hin þyngri vandamál tilverunnar
    Námsmat er tilgreint í kennsluáætlun og samræmist skólanámskrá.